HEAD2HEAD

Samsýning / Group Exhibition

Listahátíðin HEAD2HEAD

Listahátíðin HEAD2HEAD stendur í þrjá daga og fer fram á átta stöðum í Reykjavík. HEAD2HEAD tengir saman myndlistarmenn, sýningarstjóra og listamannarekin sýningarrými í Reykjavík og Aþenu.​​​​ Borgirnar tvær eiga það sameiginlegt að myndlistasenur þeirra eru áfram drifnar af kröftugu framtaki listamanna og listamannarekinna rýma. Aþena hefur dregið að sér fjölda listamanna síðastliðin ár, þar kraumar sköpunarkrafturinn enda mikil myndlistarstarfsemi og fjöldi listamannarekinna rýma starfrækt þar. HEAD2HEAD varð til úr samtali listamannareknu sýningarrýmanna Kling & Bang í Reykjavík og A-DASH í Aþenu um að tengja saman þessar tvær stórmerkilegu myndlistarsenur, hampa þessari einstöku menningu og byggja upp þétt samstarfsnet landanna á milli. 

Hátíðardagskrá er aðgengileg á heimasíðu HEAD2HEAD  Listamannareknu sýningarrýmin sem taka þátt í hátíðinni í Reykjavík eru  Associate Gallerí,

Gallerí Kannski, Kling & Bang, Nýlistasafnið, OPEN house í Norræna Húsinu, Gallerí Fyrirbæri,Gallerí Undirgöng og Bókumbók sem er glænýtt sýningarrými.

Listamaður: Samsýning / Group Exhibition

Dagsetning:

11.10.2024 – 13.10.2024

Staðsetning:

HEAD2HEAD

Reykjavík , 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýning

Opnunartímar:

Mismunandi eftir viðburðum

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5