Hljóðróf

Sigurður Guðjónsson

Sigurður Guðjónsson Listasafn árnesinga Hljóðrof 2024

Rökkvað rými tekur á móti áhorfandanum og inn í því er samsettur strúktúr baðaður ljósi og hljóði sem er alltumlykjandi. Okkur er boðið upp á umbreytingu, upplifun af heild sem er á sífelldri hreyfingu en þó stöðug og sjálfri sér samkvæm. Verkið virkjar rými sýningarsalarins, gengur í samband við það og úr verður skynræn heild sem kallar fram meðvitund um líkamleika áhorfenda. Með því að ganga um rýmið og búa sér þannig til ný og ný sjónarhorn verða ekki aðeins til augnablik heldur líðandi sem kallar fram hugrenningar um tíma og takt. Þessi óræði hlutur sem liggur fyrir fótum okkar er bæði aðgengilegur og blekkjandi, augljós og falinn. Lögmál ljóss, efnis og skynjunar eru dregin fram í dagsljósið en um leið falla þau inn í og hverfa í upplifun af yfirborði og mynd.

Listamaður: Sigurður Guðjónsson

Dagsetning:

14.09.2024 – 22.12.2024

Staðsetning:

Listasafn Árnesinga

Austurmörk 21, 810 Hveragerði, Iceland

Merki:

SuðurlandSýningHjólastólaaðgengi

Opnunartímar:

Jún – ágú. Opið daglega: 12 – 17

Sep – maí. Þri – sun: 12 – 17

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5