HÚS FUNDUR

Narfi Þorsteinsson

Narfi Þorsteinsson

Efni verkanna á HÚS FUNDUR hefur Narfi fundið, viðað að sér eða áskotnast af heimilum, sameignum og á vinnustofunni. Það kennir ýmissa grasa í því sem þannig fellur til, og munu fundargestir kannast við eitt og annað. Pizzakassar, plastpokar, naglar — allt frá eyrnapinnum til skóhorna.

Narfi Þorsteinsson (f. 1990) býr og starfar í Reykjavík. Hann hefur haldið þónokkrar einkasýningar, t.d. “Qring eftir Qring” í Gallery Port 2019, og staðið fyrir og tekið þátt í fjölda samsýninga á Íslandi og erlendis.Verk hans eru fjölbreytt og unnin í marga miðla. Mörg verka hans takast á við sauðsvartan hversdagsleikann og kalla oft fram ný hugrenningatengsl í huga manns, enda unnin með leik að leiðarljósi og ljóðrænni sýn.

Sýningin stendur yfir til 1. júní og er opið miðvikudaga til föstudags, milli 12-17 og laugardaga frá 12-16.

Listamaður: Narfi Þorsteinsson

Dagsetning:

04.05.2024 – 01.06.2024

Staðsetning:

Gallery Port

Hallgerðargata 19-23, 105 Reykjavík, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýning

Opnunartímar:

MánudagurLokað
ÞriðjudagurLokað
Miðvikudagur11:00 - 17:00
Fimmtudagur11:00 - 17:00
Föstudagur11:00 - 17:00
Laugardagur11:00 - 16:00
SunnudagurLokað

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur