Innrými
Sigurður Guðjónsson

Sýningin Innrými er innblásin af hinni sérstæðu byggingu Hnitbjörgum, bæði innra sem
ytra. Einar Jónsson, myndhöggvari, skapaði í safnhúsi sínu heildstæð rými sem opnast
fyrir áhorfandanum þegar inn er stigið og hægt er að merkja í arkitektúr meðvitað
handbragð myndhöggvarans. Sigurður Guðjónsson skapar hér sín eigin rými og opnar
heima sem eru jafnan huldir með því að margstækka fyrirbæri og sýna þannig atriði sem
mannsaugað getur annars ekki greint. Hann er vanur því að takast á við sérstæð rými í
sinni sköpun, umbreyta og endurskapa þau með hljóði og mynd. Í einstökum heim
Hnitbjarga tekur hann sér stöðu með því sem fyrir er í gegnum fjölradda innsetningu sem
á sjónrænt samtal við rýmið, stöplana og bygginguna.
Sigurður Guðjónsson (1975) er hvað þekktastur fyrir tímatengda myndlist sína, þar sem
sjónum er beint að hinu innra í stækkaðri mynd. Þar rannsakar hann efnisheiminn, virkni
hins vélræna, og setur fram með hljóði, ljósi, litum og hreyfingu. Hann var fulltrúi Íslands
á Feneyjatvíæringnum 2022 og hlaut Íslensku myndlistarverðlaunin árið 2018. Styrkir úr
safnasjóði og myndlistarsjóði gerðu sýninguna mögulega.
Listamaður: Sigurður Guðjónsson