INTO Festival

into-listahatid-rvk

INTO er alþjóðleg hátíð skapandi fólks sem haldin er í Alþýðuhúsinu á Siglufirði en menningarstarf Alþýðuhússins hreppti Eyrarrósina 2023. Á hátíðina mætir fjölbreyttur hópur listafólks víða að, með opinn huga og einlæga löngun til að verða fyrir áhrifum hvert af öðru og af heimafólki. Á slíku stefnumóti verður til listrænn galdur.

Stjórnendur INTO eru þau Aðalheiður S. Eysteinsdóttir (IS) og Will Owen (US) en þau hafa unnið saman að sýningarverkefnum í Danmörku og á Íslandi í samstarfi við Aros listasafnið í Árósum og heimafólk á hverjum stað. INTO-hátíðin var fyrst haldin í Assedrup árið 2023 og stefnt er að því að hátíðin 2025 fari fram í New York.

Siglufjörður mun iða af sköpunarkrafti alla hátíðardagana en á dagskránni eru meðal annars myndlistarsýningar, gjörningar, útilistaverk, tónleikar og ljóðalestur. Viðburðirnir fara fram bæði í Alþýðuhúsinu og víðs vegar um bæinn, inni og úti. Aðgangur að öllum viðburðum er ókeypis.

0

Sýningarstjórar: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Will Owen

Dagsetning:

07.06.2024 – 09.06.2024

Staðsetning:

Alþýðuhúsið

Þormóðsgata 13, 580 Siglufjörður, Iceland

Merki:

NorðurlandListahátíð í Reykjavík

Opnunartímar:

Sjá vefsíðu

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur