Jólagestir Gallery Port
Samsýning / Group Exhibition
Laugardaginn 2. desember, frá kl. 15, opnar jóla-samsýningin Jólagestir Gallery Port. Þetta eru áttundu jólin sem Gallery Port stendur fyrir stórsýningu af þessu tagi.Opnunin stendur yfir til kl. 20 en sýningin sjálf til og með 6. janúar næsta árs.Í ár tekur fjöldi listafólks þátt, öll sömul vinir og vandamenn Portsins, og má þar finna bæði fulltrúa grasrótarinnar í íslenskri myndlist og svo margreyndari og eldri í hettunni.Opið verður fram að jólum og munu ný verk bætast við jafnt og þétt eftir því sem á líður á aðventuna. Almennur opnunartími fyrst um sinn verður milli kl. 11-17 og verður lengri opnunartími kynntur þegar nær líður jólum.
Listamaður: Samsýning / Group Exhibition