Jónas Viðar í safneign

Jónas Viðar

Jónas Viðar í safneign

Jónas Viðar Sveinsson (1962-2013) stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri 1983- 1987 og framhaldsnám við Accademia di Belle Arti di Carrara á Ítalíu 1990-1994, þar sem hann útskrifaðist með hæstu einkunn. Eftir nám flutti Jónas aftur til Akureyrar þar sem hann var með vinnustofu í Listagilinu og starfrækti Jónas Viðar Gallerí í nokkur ár, þar sem nú er Mjólkurbúðin, salur Myndlistarfélagsins.

Jónas var virkur í sýningahaldi og kenndi auk þess við Myndlistaskólann á Akureyri og rak um tíma sinn eigin skóla. Síðar flutti hann til Reykjavíkur og vann áfram að myndlist og rak Jónas Viðar Gallerí í porti við Laugaveginn. Hann hélt yfir 40 einkasýningar á Íslandi og erlendis og tók þátt í fjölda samsýninga.

Stök fjöll, eyjur og vötn eru áberandi í málverkum Jónasar Viðars, en einnig mannslíkaminn í eldri verkum.

Listamaður: Jónas Viðar

Dagsetning:

31.08.2024 – 09.03.2025

Staðsetning:

Listasafnið á Akureyri

Kaupvangsstræti 8, 600 Akureyri, Iceland

Merki:

NorðurlandSýning

Opnunartímar:

júní-ágúst 10 — 17 alla daga

september-maí

12 — 17 alla daga

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5