Kristján H. Magnússon – Endurlit

Kristján H. Magnússon

Kristján H. Magnússon Vetur á Þingvöllum, 1932 LÍ-503

Málverk Kristjáns Helga Magnússonar vöktu mikla hrifningu þegar hann geystist fram á myndlistarvettvanginn fyrir tæpum 100 árum. Verk hans vöktu ekki aðeins athygli hér á landi því hann hélt einnig sýningar í stórborgum austan hafs og vesta, þar sem hann hlaut lofsamlega dóma fyrir landslagsmálverk, mannamyndir og uppstillingar. Á Íslandi hlutu verk hans hins vegar blendnar viðtökur og í dag eru verk hans fáum kunn og nafn hans heyrist sjaldan í umræðunni um íslenska myndlist. Engu að síður er framlag hans til listasögunnar töluvert að vöxtum og áhugavert fyrir margra hluta sakir. Í væntanlegri yfirlistsýningu beinir Listasafn Íslands sjónum að verkum þessa skammlífa listamanns sem lést aðeins 34 ára að aldri árið 1937 eftir stuttan en áhugaverðan feril. 

Samhliða sýningunni kemur út yfirgripsmikil bók um ævi og verk Kristjáns H. Magnússonar í ritstjórn Einars Fals Ingólfssonar, en auk hans rita Guðmundur Oddur Magnússon og Dagný Heiðdal greinar í bókina. Ættingjar Klöru Helgadóttur eiginkonu Kristjáns og afkomendur þeirra hjóna standa að útgáfunni, auk Listasafns Íslands. 

Listamaður: Kristján H. Magnússon

Sýningarstjórar: Dagný Heiðdal, Guðmundur Oddur Magnússon

Dagsetning:

24.05.2025 – 14.09.2025

Staðsetning:

Listasafn Íslands

Fríkirkjuvegur 7, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningHjólastólaaðgengi

Opnunartímar:

Mánudagur10:00 - 17:00
Þriðjudagur10:00 - 17:00
Miðvikudagur10:00 - 17:00
Fimmtudagur10:00 - 17:00
Föstudagur10:00 - 17:00
Laugardagur10:00 - 17:00
Sunnudagur10:00 - 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5