Kristján H. Magnússon - Veggspjöld
Kristján H. Magnússon
![Kristján H. Magnússon, veggspjöld](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fmyndlistarmidstod.payload.is%2Fmedia%2Fkristjan-h.-magnusson-veggspjold-2000x2851.png&w=2048&q=80)
Auk myndlistar lagði Kristján Helgi Magnússon stund á hagnýta grafíklist þegar hann var í framhaldsnámi við National Academy of Design í New York veturinn 1926-1927 og starfaði hann síðan á því sviði samhliða myndlistariðkun bæði í New York og Reykjavík. Reynsla Kristjáns af steinþrykki og auglýsingagerð nýttist honum sérstaklega við gerð auglýsinga og veggspjalda fyrir Eimskipafélag Íslands á árunum 1929-1934. Á þessum tíma blómstraði í New York hinn svokallaði Art deco-stíll í listiðnaði, hönnun og byggingalist sem átti uppruna sinn á heimssýningunni í París 1925. Sjá má áhrif Art deco í veggspjöldum Kristjáns sem verða til sýnis í Safnahúsinu við Hverfisgötu á sama tíma og líta má málverk hans og teikningar í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg.
Listamaður: Kristján H. Magnússon
Sýningarstjóri: Guðmundur Oddur Magnússon