Kristján H. Magnússon - Veggspjöld

Kristján H. Magnússon

Kristján H. Magnússon, veggspjöld

Auk myndlistar lagði Kristján Helgi Magnússon stund á hagnýta grafíklist þegar hann var í framhaldsnámi við National Academy of Design í New York veturinn 1926-1927 og starfaði hann síðan á því sviði samhliða myndlistariðkun bæði í New York og Reykjavík. Reynsla Kristjáns af steinþrykki og auglýsingagerð nýttist honum sérstaklega við gerð auglýsinga og veggspjalda fyrir Eimskipafélag Íslands á árunum 1929-1934. Á þessum tíma blómstraði í New York hinn svokallaði Art deco-stíll í listiðnaði, hönnun og byggingalist sem átti uppruna sinn á heimssýningunni í París 1925. Sjá má áhrif Art deco í veggspjöldum Kristjáns sem verða til sýnis í Safnahúsinu við Hverfisgötu á sama tíma og líta má málverk hans og teikningar í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg.

Listamaður: Kristján H. Magnússon

Sýningarstjóri: Guðmundur Oddur Magnússon

Dagsetning:

24.05.2025 – 14.09.2025

Staðsetning:

Listasafn Íslands

Fríkirkjuvegur 7, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningHjólastólaaðgengi

Opnunartímar:

Mánudagur10:00 - 17:00
Þriðjudagur10:00 - 17:00
Miðvikudagur10:00 - 17:00
Fimmtudagur10:00 - 17:00
Föstudagur10:00 - 17:00
Laugardagur10:00 - 17:00
Sunnudagur10:00 - 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5