Léttleiki andans

Daði Guðbjörnsson

Daði Guðbjörnsson Fold 2024

Daði á farsælan og afkastamikinn feril að baki sem spannar yfir 40 ár. Á sýningunni gefur að líta úrval olíuverka ásamt vatnslitaverkum. Öll verkin eru unnin frá árinu 2000 til dagsins í dag og mörg þeirra hafa ekki verið sýnd áður.

Daði steig fram á sjónarsviðið í upphafi níunda áratugarins og tilheyrði hópi ungra listamanna sem endurvakti tilvist málverksins, á nýjum forsendum, með hreyfingu kennda við nýja málverkið. Eigin viðfangsefni og tjáningarform listamannanna tóku völdin og hefðbundnar aðferðir viku til hliðar. Á fyrsta áratug þessarar aldar festi Daði sig í sessi sem einn af forvígsmönnum um endurkomu hins hreina fígúratíva málverks eins og segir í Íslenskri Listasögu. Höfuðeinkenni Daða birtust snemma á ferlinum með öflugri litanotkun og spíralformum. Táknmyndir sem vísa í aðra heima tengir sjálfsprottið sköpunarferli listamannsins í óráðið samhengi fantasíu við umheiminn. Frá upphafi hefur léttleiki og gleði einkennt verk hans þar sem náttúrulegur dans spíralforma dregur áhorfandann á draumkenndan stað.

Árið 2006 hófst nýtt tímabil í lífi Daða þegar lífið leiddi hann inn á andlegar slóðir. Síðan þá hefur hann lagt stund á Sahaja-Yoga en þar er kúndalíní orkan vakin og stýrir hugleiðslunni en þar nær tenging manns og anda fullkomnu jafnvægi. Daði segir að kúndalíní orkan myndist í spíral, en hún vinnur í taugakerfinu og gefur fullvissu um að hringnum sé lokað í hinni andlegu leit. Áherslubreytingar með andlegri iðkun gera vart við sig í myndlist Daða en ná aldrei yfirtökum. Um er að ræða aðeins viðbót sem eykur á ríkulega uppsprettu sköpunarinnar og merkir þróun listamannsins í gegnum áratugi. Þar sem efni og andi mynda samhljóm í fullkomnu jafnvægi. Af anda léttleikans tekur léttleiki andans yfir.

Listamaður: Daði Guðbjörnsson

Dagsetning:

25.05.2024 – 22.06.2024

Staðsetning:

Gallerí Fold

Rauðarárstígur 12-14, 105 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýning

Opnunartímar:

Mánudagur12:00 - 18:00
Þriðjudagur12:00 - 18:00
Miðvikudagur12:00 - 18:00
Fimmtudagur12:00 - 18:00
Föstudagur12:00 - 18:00
Laugardagur12:00 - 16:00
SunnudagurLokað

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5