Lingering Space
Steingrímur Gauti
Steingrímur Gauti nálgast málverkið af einstakri alúð og léttleika. Hann treystir á ferlið, lætur viljandi af stjórn og leyfir verkinu að verða til. Fyrir honum er listsköpun eðlislægt og líkamlegt ferli, fremur en vitsmunalegt. Ónákvæmni, endurtekning og höfnun gagnrýnnar hugsunar einkenna vinnubrögð hans og útkoman ber þess jafnan merki, þar sem verkin dansa á línu þess ljóðræna og barnslega. Hið daglega sköpunarferli er hans leið til íhugunar og hugleiðslu. „Ég hugsa ekki þegar ég mála. Hugurinn fylgir hendinni og málunin verður samræða við verkið sem er í vinnslu, nánast ósjálfrátt ferli. Útkoman er ekki endilega vitsmunaleg, frekar líkamleg og kraftmikil.“
Steingrímur Gauti Ingólfsson (f. 1986) lauk BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2015 og hefur verið virkur á listasviðinu síðan. Hann hefur tekið þátt í samsýningum á Íslandi og erlendis og haldið nokkrar einkasýningar, þar á meðal sýninguna Chop Wood, Carry Water í Marguo-galleríinu í París. Verk Gauta má finna í opinberum söfnum og í einkaeigu í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Steingrímur Gauti býr og starfar í Reykjavík.
Listamaður: Steingrímur Gauti