Listamannaspjall kl 19:00 — Einhver málverk

Jóhannes Dagsson, Helga Páley Friðþjófsdóttir

Einvher málverk Nylistasafnið 2024

Einhver málverk spannar verk fjögurra málara; Boaz Yosef Friedman, Helgu Páleyjar, Jóhannesar Dagssonar og Sara Rossi. Með einstaka undantekningum, hefur hver og einn þessara listamanna vinnu sína út frá efni sem þau hafa safnað að sér þó það sé ólíkt í eðli sínu og útkoman enn ólíkari. Upphafspunktur þeirra, litur, sniðmát, mælikvarði og rými birtast sem viðbrögð við þessu fundna efni.

Helga Páley Friðþjófsdóttir (f. 1987) býr og starfar í Reykjavík, hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2011. Hún var hluti af Kunstschlager hópnum í nokkur ár og tók þátt í að reka Gallerí við Rauðarárstíg 1 og síðar í Listasafni Reykjavíkur. Síðast liðin ár hefur Helga sínt á ýmsum stöðum bæði á Íslandi sem og erlendis, þar á meðal í Listasafni Reykjanesbæjar, Safnarsafninu og Gallery Huuto í Helsinki. Helga vinnur aðallega með málverk og teikningu og sækir gjarnan innblástur í hversdaginn og náttúruna.

Jóhannes Dagsson (f. 1975) er heimspekingur og myndlistarmaður sem býr og starfar í Reykjavík.. Hann lauk doktorsprófi í heimspeki frá University of Calgary. Rannsóknarsvið Jóhannesar liggur á mörkum hugspeki, málspeki og fagurfræði. Í rannsóknum sínum fæst hann við spurningar um merkingu og skynjun í samhengi listaverksins. Þessar rannsóknir nýtir Jóhannes í kennslu, fræðilegri útgáfu og í myndlist sinni. Jóhannes hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum.

Listamenn: Jóhannes Dagsson, Helga Páley Friðþjófsdóttir

Dagsetning:

26.09.2024

Staðsetning:

Nýlistasafnið

Marshall House, Grandagarði 20, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginLeiðsögn listamannaFimmtudagurinn langiHjólastólaaðgengiEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Mið – sun: 12:00 – 18:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5