Litaspil náttúrunar
Ágúst B. Eiðsson

Ágúst útskrifaðist úr málaradeild MHÍ árið 1996. Hann hefur haldið nokkrar einka- og samsýningar, m.a. í Safnahúsinu á Sauðárkróki, Villa Nova, Hótel Varmahlíð og með myndlistarfélaginu Solón sem staðsett var í Gúttó húsinu á Sauðárkróki.
Ágúst ólst upp á Sauðárkróki og hefur ætíð sótt innblástur í náttúruna. Á þessari sýningu má sjá olíumálverk sem eru innblásin af orku náttúrunnar sem hann upplifði í æsku. Í verkum hans á þessari sýningu má sjá kraftmikla liti og form blandast saman og nálgast abstrakt uppbyggingu en á sama tíma halda í náttúrulegt form og flæði.
Ágúst er nýverið fluttur til Reykjavíkur þar sem hann stundar núna sína myndlist og er þetta hans fyrsta einkasýning á Stór-Reykjavíkursvæðinu í 20 ár.
Sýningaropnun verður fimmtudaginn 20. febrúar frá 18:00-20:00 og allir velkomnir!
Aðrir opnunartímar:
Föstudagur 21. febrúar 13:00 - 18:00
Laugardagur 22. febrúar 12:00 - 16:00
Sunnudagur 23. febrúar 14:00 - 17:00
Listamaður: Ágúst B. Eiðsson
Sýningarstjóri: Elvar Gunnarsson