lost track
Claire Paugam, Baldur Helgason, Loji Höskuldsson

Listamennirnir Baldur Helgason, Claire Paugam og Loji Höskuldsson sýna ný verk sem þau hafa unnið fyrir sýninguna.
Gallery Port hefur flutt sig á nýjan stað og opnar nú á Hallgerðargötu 19-23, á Kirkjusandi.
Sýningin stendur til 27. mars og er opið miðvikudaga til laugardags, milli kl. 11-17 og eftir samkomulagi.
“Lost track. Tapaðir þræðir. Forks in the road. Tinda-stóll. Labryrinthine nostalgia. Hnykill í hnappagat trúðsins.”
— — —
Baldur Helgason (f.1984) býr og starfar í Reykjavík. Hann hefur sýnt víða um heim, haldið einkasýningar í New York og London á síðastliðnum árum.
Claire Paugam (f.1991) er frönsk listakona sem býr og starfar í Reykjavík. Hún hefur nýlega haldið einkasýningar í D-salnum og Ásmundarsal. Hún hlaut hvatningarverðlaun Íslensku myndlistarverðlaunanna 2020.
Loji Höskuldsson (f.1987) býr og starfar í Reykjavík. Hefur haldið fjölda einkasýninga, nú síðast í V1 Gallery í Kaupmannahöfn.
Listamenn: Claire Paugam, Baldur Helgason, Loji Höskuldsson