Magdalena - Yfirlitssýning á Korpúlfsstöðum

Magdalena Margrét Kjartansdóttir

Magdalena - Hlöðuloft - 2024

Á yfirlitssýningunni má sjá grafíkverk sköpuð frá árinu 1982 til dagsins í dag. Verkin eru ýmist unnin í tré eða dúkristur, handprentuð á japanskan pappír. Innihaldið ofið úr hversdagslífi og persónulegum minningum.

Miðpunktur í verkum Magdalenu eru konur sem hún þekkir. Þær sýna atburði líðandi stundar sem og liðinna tíma. Líflegt andrúmsloft í vinnustofu Magdalenu er einnig fangað, það myndgerir orku og skapar tilfinningu fyrir tengingu, en í því verða konurnar í verkunum ljóslifandi. Þannig gerir Magdalena konunum sem hún túlkar kleift að vera séðar og heyrðar.

Magdalena Margrét Kjartansdóttir er fædd 1944. Lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands í grafíkdeild árið 1984 og hefur starfað að myndlist síðan. Magdalena hefur haldið fjölda einkasýninga og samsýninga í nær öllum listasöfnum hér á landi og um allan heim og nú síðast í Banco das Artes Leiria Portugal 2022, en fyrsta einkasýning hennar var á Mokka kaffi í Reykjavík árið 1992.

Verk hennar eru í eigu Alþingis Íslendinga, Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Kópavogs og fleiri stofnana á Íslandi, auk safna í Svíþjóð, Japan, og Finnlandi. Magdalena hlaut starfslaun Reykjavíkurborgar árið 2000 og Myndlistarmanna árið 1997, auk þess að hljóta styrki frá Menntamálaráði, Mugg, og nú síðast verkefnastyrk Myndstefs 2023 sem og styrki frá erlendum aðilum vegna sýningarhalds.

Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14.00- 17.00

Listamaður: Magdalena Margrét Kjartansdóttir

Sýningarstjóri: Þuríður Rós Sigurþórsdóttir

Dagsetning:

07.09.2024 – 22.09.2024

Staðsetning:

SÍM Hlöðuloft, Korpúlfsstaðir

Thorsvegur 1, 112 Reykjavík, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýning

Opnunartímar:

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5