Manstu þegar andardrátturinn festist í blöðrunni?

Blik

Listatvíeikið Blik, Manstu þegar andardrátturinn festist í blöðrunni?

Blik saman stendur af Solveigu Eddu og Ólöfu Dómhildi 

Solveig málar yfirleitt sögur, og ef vel er að gáð glittir yfirleitt í fjallgarða, híbýli og alls kyns kynjaverur í annars fígúratívum verkum. Hún skoðar viðkvæmi lífsins og fallvaltleika manneskjunnar og hennar sjálfrar. Þrívíddarprentuð innsetning og gjörningur opinberar mennskuna og leyndardóminn sem situr undir yfirborðinu. 

Ólöf Dómhildur býður áhorforendum að leika með sér á línunni sem við drögum milli sandar og sjávar, þess létta og þunga, raunveruleika og gjörnings. Með söltum augu kíkir hún upp í gegnum sjávarborðið og sýnir okkur lífið í ljósbroti.

Listamaður: Blik

Dagsetning:

11.04.2025 – 19.04.2025

Staðsetning:

Mjólkurbúðin Salur Myndlistarfélagsins

Kaupvangsstræti 12, 600 Akureyri, Iceland

Merki:

NorðurlandSýningHjólastólaaðgengiEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5