Mikilvægasta máltíð dagsins

Hafdís Houmøller Einarsdóttir

LG // Litla Gallerý - Hafdís Houmøller  Einarsdóttir 2024

Mikilvægasta máltíð dagsins er skemmtileg og girnileg sería þar sem allir Íslendingar ættu að finna máltíð við sitt hæfi.

Hafdís útskrifaðist með BA gráðu í tískuljósmyndun úr skólanum Leeds Arts University árið 2021, en hefur upp á síðkastið einbeitt sér meira að myndlist.

Verkin eru litrík líkt og Hafdís, og eru í formum sem teljast ekki beint hefðbundin fyrir listaverk á striga. Ásamt litríkum bakgrunni myndanna og girnilegs matar, eru það teiknimyndapersónurnar og umhverfið í kring um matinn það sem gerir myndirnar súrrealískar.

Gaman er að sjá hvernig maturinn og persónurnar spila saman og hvaða heildarsýn það gefur.Hugmyndin af seríunni tengist hugmynd Hafdísar um mat og tilfinningunni sem maður fær þegar góður matur er borðaður. Það er nánast eins og barnslegt eðli taki við og persónurnar sem við þekkjum úr teiknimyndum eru birtingarmynd þess.

Sýningaropnun verður fimmtudaginn 20. júní frá 18:00-20:00 og allir velkomnir !

Aðrir opnunartímar: föstudagur 21. júní 13:00 - 18:00 laugardagur 22. júní 12:00 - 17:00 sunnudagur 23. júní 14:00 - 17:00

Viðburðurinn er styrktur af Menningar og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar.

Listamaður: Hafdís Houmøller Einarsdóttir

Sýningarstjóri: Elvar Gunnarsson

Dagsetning:

20.06.2024 – 23.06.2024

Staðsetning:

LG // Litla Gallerý

Strandgata 19, 220 Hafnarfjörður, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýning

Opnunartímar:

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5