Móðir og barn, gin og tónik
Ragnar Kjartansson

Í verkunum tekst Ragnar á við málverkið, hið hefðbundnasta form formanna. Hann graðkar í sig stemmningum úr vinnustofunni og heimilinu og færir þær með olíu á striga. Einhvers konar kyrrð ríkir í mannlausum verkunum en óreiðan ber vitni um sýsl og basl á undan og eftir.
Á Feneyjatvíæringnum 2009 breytti Ragnar íslenska skálanum í klisjukennda vinnustofu málara og málaði daglega vin sinn, myndlistarmanninn Pál Hauk Björnsson, á meðan þeir reyktu og drukku bjór í sex mánuði.
Listamaður: Ragnar Kjartansson