Óðamála
Ólöf Bóadóttir

Á sýningunni sinni Óðamála frumsýnir Ólöf Bóadóttir nýja innsetningu sem samanstendur af fjórum nýjum verkum. Í þessum verkum leitar Ólöf á stafræn mið internets og samfélagsmiðla og reynir að gera grein fyrir fagurfræðilegri tilhneigingu pólitískrar þjóðerniskenndar. Innsetningin er í senn leiðangur um symbolískt landslag þjóðernishyggjunnar sem og tilraun til að myndgera þetta stóra og óræða sem hlutgerist í sprungunum á milli merkingar og meiningar.
Listamaður: Ólöf Bóadóttir