Ómælislaug

Arnar Ásgeirsson, Kristín Karólína Helgadóttir

Ómælislaug kob 2024

Samkvæmt Patrice Farameh, ritstjóra bókarinnar Toys for Boys, „Er eini munurinn á milli karla og drengja er verðmiðinn á leikföngunum þeirra."(Brot úr sýningartexta Hildigunnar Birgisdóttur)

Arnar Ásgeirsson (f. 1982) lauk BA prófi í listum frá Gerrit Rietveld Academy og útskrifaðist með MA gráðu frá Sandberg Institute í Hollandi. Arnar vinnur í fjölbreytta miðla líkt og myndbönd, teikningar, innsetningar og skúlptúra til að miðla frásögnum. Í verkum sínum dregur hann fram hversdagslegar og misþekktar menningartilvísanir, endurgerir og gefur þeim nýja merkingu. Með kunnuglegu myndmáli veltir Arnar fyrir sér hugleiðingunni um hið upprunalega og eftirmynd og muninum sem liggur í því að frumskapa og herma eftir. Arnar er einn stofnenda listamannarekna rýmisins Open.

Kristín Karólína Helgadóttir lauk BA námi í listfræði og heimspeki árið 2015 frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í myndlist frá KASK í Belgíu árið 2021. Kristín Karólína notar ýmsa miðla í vinnu sinni til þess að kasta ljósi á þá innri togstreitu og dulinn tvískinnung á milli vestrænna lífshátta og náttúrunnar sem maðurinn byggir. Draumkenndar myndhverfingar ásamt leik með hið hversdagslega, sem rata til óvæntra opinberanna, hjálpa áhorfendum að halda sér á floti í kviksyndi samtímans. Hún hefur verið meðlimur í sýningarhaldi listamannarekinna rýma, Kunstschlager í Reykjavík og ABC Klubhuis í Antwerpen. Árið 2024 átti hún verk í sýningu Listasafns Reykjavíkur D-vítamín.

Listamenn: Arnar Ásgeirsson, Kristín Karólína Helgadóttir

Dagsetning:

23.08.2024 – 29.09.2024

Staðsetning:

Kling & Bang 

Marshall House, Grandagarður 20, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningHjólastólaaðgengiEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Mið – sun: 12:00 – 18:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5