Open húsið

Samsýning / Group Exhibition

Open húsið H2H

Listamannarekna sýningarrýmið Open hefur tekið yfir Norræna húsið með sýningunni OPEN HÚSIÐ sem er hluti af grísk-íslensku menningarhátíðinni HEAD2HEAD.  Þegar Open var góðfúslega boðið að taka þátt í HEAD2HEAD með aðstöðu í Norræna húsinu kviknaði líf í hugmynd sem hafði verið á dagskrá Open áður en það missti húsnæði sitt. Verkefnið er annar hluti sýningar-raðarinnar Saga Íslands en að þessu sinni sýnum við verk Eiríks Páls Sveinssonar háls-, nef- og eyrnalæknis. Þessi hugmynd lá til grundvallar þegar við völdum listamenn til samstarfs fyrir sýninguna OPEN HÚSIÐ, það og áhuginn á því hvað gerist þegar listamannarekið rými í grísk-íslensku menningarsamstarfi fær aðgang að heilli stofnun sem Norræna húsinu. Á sýningunni sýna saman Grískir og Íslenskir listamenn, þeir eru: Chrysanthi Koumianaki, Fanis Kafantaris, Helgi Valdimarsson, Eiríkur Páll Sveinsson og Hlökk Þrastardóttir.

Fyrir utan húsið hefur Helgi Valdimarsson komið fyrir hvítum steinsteypu skúlptúrum sínum. Helgi byrjaði að vinna í skúlptúrum fyrir 14 árum síðan. Hann gerir verk sín fríhendis úr járngrind og steinsteypu, hleður þau upp með spaða og burstum og málar hvít. Helgi á heima í Garði í Suðurnesjabæ þar sem styttur eftir hann eru mjög víða. Hann hefur lánað Open 6 verka sinna sem standa nú í fallegu landi Norræna Hússins. Chrysanthi Koumianaki hefur fyrir þessa sýningu unnið náið með vaktakerfi starfsmanna Norræna Hússins. Hún hefur útbúið 19 nælur fyrir starfsfólk hússins sem þau bera á meðann þau sinna sínu hlutverki. Þannig má sjá hvort allir séu mættir til vinnu með því að taka lyftuna upp á efri hæð þar sem starfsmannaskarti hefur verið komið fyrir á löngum gangi.

Hlökk Þrastardóttir vann verkið það sem við tölum um þegar við tölum um það sem við erum að tala um sérstaklega fyrir sýningarýmið í kjallaranum. Í fyrirlestrarsal Norræna hússins á efri hæð hefur hún einnig komið fyrir skjáhvílunni það sem við tölum um þegar við tölum um það sem við erum að tala um sem mun prýða salinn þegar hann er ekki í notkun. Saga Íslands 2. Hluti – Eiríkur Páll Sveinsson er troju-hestur Open á þessari sýningu. Verkefnið er unnið með Evu Árnadóttur hönnuði og barnabarni Eiríks. Frekari upplýsingar um Eirík og verk hans má finna inni í sýningarsalnum. 

Verk Fanis Kafantaris má finna uppi í fundarherbergi Norræna Hússins, þar vaka fallnir óætir sítrusávextir Aþenuborgar yfir fundarhaldi hússins. Verkin eru til sýnis þegar enginn fundur er í rýminu.

Listamaður: Samsýning / Group Exhibition

Dagsetning:

11.10.2024 – 15.12.2024

Staðsetning:

Norræna húsið

Sæmundargata 11, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýning

Opnunartímar:

Þri – sun: 10:00 – 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5