Opnun

Steingrímur Eyfjörð

Artwork

Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar 1978 með verkum eftir Steingrím Eyfjörð, laugardaginn 19. október kl. 14-16 í Listval Gallery að Hólmaslóð 6./ You are cordially invited to the opening of the exhibition 1978, featuring works by Steingrímur Eyfjörð, on Saturday, the 19th of October, from 2-4 pm.---Fyrir sýninguna 1978 hefur Steingrímur Eyfjörð unnið með hugmyndir og handrit að verkum sem vísa til tímabilsins 1957 til 1981 í íslenskri listasögu.Verkin á sýningunni eru hugleiðingar Steingríms um avant-garde tímabilið í íslenskri myndlistarsögu og hans persónulega sýn á listasögu þessa tíma. List um list, eða lifandi listasaga eins og hann kýs að kalla hana og þá sem mótvægi við opinbera listasögu.Hluti af sýningunni verður útgáfurit sem fjallar ítarlega um verk sýningarinnar ásamt rituðu efni um tímabilið. Þar verður einnig birt samtal sem Steingrímur átti í sumar við Auði Hildi Hákonardóttur, Benedikt Hjartarson, Guðlaug Míu Eyþórsdóttur, Halldór Björn Runólfsson, Margréti Elísabet Ólafsdóttur og Unnar Örn, þar sem umræðuefnið var söguleg þróun myndlistar á þessu ákveðna tímabili í íslenskri listasögu.Þess má geta að í ár fagnar Steingrímur Eyfjörð 50 ára myndlistarafmæli.Steingrímur Eyfjörð (f. 1954) er meðal hinna fremstu í þeirri kynslóð íslenskra listamanna sem fram kom á áttunda áratugi síðustu aldar. Í vinnu sinni nýtir hann sér fjölbreytta miðla, þar á meðal ljósmyndun, teiknimyndir, myndbönd, málun, skúlptúra, gjörningalist, skrif og innsetningar. Efnisvalið er álíka fjölbreytt; hann sækir innblástur í jafn ólíkar áttir og þjóðsögur, Íslendingasögur, tískutímarit, trúarbrögð, hjátrú, krítíska teoríu og margs konar annað efni úr samtímanum, í meðförum hans skarast þau á margræðum tengipunktum þannig að úr verða marglaga verk, á stundum rugla þau mann í ríminu en í þeim birtist ævinlega skýr og óvænt sýn á þau viðfangsefni sem unnið er með. Steingrímur var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2007./For the exhibition 1978, Steingrímur Eyfjörð has worked with ideas and scripts for works that reference the period from 1957 to 1981 in Icelandic art history.The works in the exhibition are Steingrímur’s reflections on the avant-garde period in Icelandic art history and his personal view on the art history of this time. Art about art, or living art history as he prefers to call it, serves as a counterpoint to the official art history.Part of the exhibition will include a publication that delves into the works on display and written material about the period. It will also feature a conversation that Steingrímur had this summer with Auður Hildur Hákonardóttir, Benedikt Hjartarson, Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Halldór Björn Runólfsson, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, and Unnar Örn, where the topic was the historical development of visual art during this specific period in Icelandic art history.It is also worth mentioning that this year, Steingrímur Eyfjörð celebrates his 50th anniversary as a visual artist.Steingrímur Eyfjörð (b. 1954) is among the foremost of his generation of Icelandic artists who emerged in the eighties of the last century. In his work, he utilizes a variety of media, including photography, drawings, videos, painting, sculpture, performance art, writing, and installations. His choice of subject matter is equally diverse; he draws inspiration from various directions such as folk tales, Icelandic sagas, fashion magazines, religion, superstition, critical theory, and various other contemporary topics. In his approach, these influences intersect at multiple points, giving rise to complex works that sometimes blur the boundaries but always provide a clear and unexpected perspective on the subjects he engages with. Steingrímur represented Iceland at the Venice Biennale in 2007.

Listamaður: Steingrímur Eyfjörð

Dagsetning:

19.10.2024 –

Staðsetning:

Listval

Hólmaslóð 6, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýning

Opnunartímar:

MánudagurLokað
ÞriðjudagurLokað
MiðvikudagurLokað
Fimmtudagur13:00 - 17:00
Föstudagur13:00 - 17:00
Laugardagur13:00 - 16:00
SunnudagurLokað

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur