Opnun kl. 17:00 — Úr einu í annað
Gerður Guðmundsdóttir
Gerður Guðmundsdóttir opnar sýninguna "Úr einu í annað" í SÍM salnum, Hafnarstræti fimmtudaginn 30. maí kl 17-19. Gerður Guðmundsdóttir lauk prófi úr textíldeild í Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1991. Hún hefur unnið sjálfstætt að myndlist síðan og sýnt afraksturinn á Íslandi, í Danmörku, Bandaríkjunum, Frakklandi, Tyrklandi, Þýskalandi, Finnlandi, Litháen og Suður Kóreu. Hún vinnur með fjölbreyttar aðferðir og efnivið, ýmist í tvívídd eða þrívídd.
Sýningin Úr einu í annað er unnið úr gömlum, lesnum og ónýtum bókum, ull, vír og hör. Síður úr bókum eru lakkaðar og saumaðar saman með hörþræði. Kúlur filtaðar úr ull og kúlur hnoðaðar úr blautum blaðsíðum, blóm klippt út úr lökkuðum pappír. Fíngerður útsaumur birtist af og til í verkunum.
Opnunartími:
Virka daga 12-16
Laugardaga 13-17
Listamaður: Gerður Guðmundsdóttir