Opnun kl. 20 - Óþekkt alúð/Við sjáum það sem við viljum sjá
Samsýning / Group Exhibition

Fimmtudaginn 29. ágúst kl. 20 fögnum við opnun haustsýningar Hafnarborgar í ár, Óþekktrar alúðar, en sýningin er sú fjórtánda í haustsýningaröð Hafnarborgar sem hóf göngu sína árið 2011. Í tengslum við hátíðina List án landamæra munum við einnig fagna opnun einkasýningar Elínar Sigríðar Maríu Ólafsdóttur, „Við sjáum það sem við viljum sjá“, í Sverrissal Hafnarborgar en Elín var fyrr í ár útnefnd listamanneskja hátíðarinnar að þessu sinni.
Listamaður: Samsýning / Group Exhibition