Óþekkt alúð

Samsýning / Group Exhibition

Óþekkt alúð, haustsýning Hafnarborgar 2024

Sýningin sprettur út frá þörfinni að finna töfra í heimi sem virðist að mörgu leyti vera göldrum firrtur, án bjartrar vonar. Út frá þrá í hið yfirskilvitlega á tíma þar sem allt virðist þurfa að vera skilgreinanlegt. Þá er titill sýningarinnar tilkominn út frá hugsun um töfra sem fela í sér sameiginlega heilun og hugmynd um betri heim – nokkuð sem sumir kynnu að kalla háleitt eða óraunsætt. Ekkert er þó svo fráleitt að ekki sé hægt að láta sig dreyma um það. Um töfra sem bera eiginleika alúðar – sem flestir taka ekki eftir í hversdagsleikanum – en þessi alúð skilgreinir veruleikann sem við lifum í á vegu sem við getum ekki beinlínis komið orðum að. Tilfinning sem er uppfull af óbeisluðum kærleik og óendanlegum möguleikum.

Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni eru:

Björg Þorsteinsdóttir (1940-2019, Íslandi) Sigríður Björnsdóttir (1929, Íslandi) Suzanne Treister (1958, Bretlandi) Tabita Rezaire (1989, Frakklandi) Kate McMillan (1974, Bretlandi) Hildur Hákonardóttir (1938, Íslandi) Ra Tack (1988, Belgíu) Kristín Morthens (1992, Íslandi) Tinna Guðmundsdóttir (1979, Íslandi) Elsa Jónsdóttir (1990, Íslandi) Juliana Irene Smith (1977, Bandaríkjunum/Finnlandi) Kata Jóhanness (1994, Íslandi) Patty Spyrakos (1974, Bandaríkjunum) Edda Karólína (1991, Íslandi)

Listamaður: Samsýning / Group Exhibition

Sýningarstjóri: Þórhildur Tinna Sigurðardóttir

Dagsetning:

29.08.2024 – 27.10.2024

Staðsetning:

Hafnarborg

Strandgata 34, 220 Hafnarfjörður, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýningHjólastólaaðgengi

Opnunartímar:

Mánudagur12:00 - 17:00
ÞriðjudagurLokað
Miðvikudagur12:00 - 17:00
Fimmtudagur12:00 - 17:00
Föstudagur12:00 - 17:00
Laugardagur12:00 - 17:00
Sunnudagur12:00 - 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5