Parabóla

Finnbogi Pétursson

Finnbogi Pétursson, Parabóla

Á sýningunni PARABÓLA gerir Finnbogi Pétursson takt jarðar sýnilegan. Listamaðurinn notar hljóð en það ómar ekki heldur skapar hreyfingu. Hljóðið gárar vatnið eins og ósýnilegur dropi sem fellur og kemur af stað bylgjum sem ferðast eftir vatnsfletinum. Með hætti sem einskorðast við þessa plánetu.  

Gárurnar eru í takti. Sínusbylgjur púlsa yfir afmarkaðan flöt vatnsins sem er rammað inn í ílangar laugar. Ljósið varpar hreyfingu vatnsins upp svo við sjáum hana í efni sem við leiðum hugann sjaldan að, loftinu sem umlykur okkur. Tíðni bylgjanna er sjónræn, við sjáum þær mætast, ekki brotna heldur mynda ný munstur eða jafnvel lygnu. 

Listamaðurinn notar vatn, loft, ljós og hljóð sem efni til að forma. Notar þekkingu mannsins á eðlisfræðilögmálum Jarðarinnar til að stýra efnum sem erfitt er að eiga við. Við þekkjum þennan takt, hann býr innra með okkur. Þegar við orkum á heiminn gerum við það iðulega í takt við þessar sveiflur hans. Hvort sem við ýtum barni í rólu, stillum flugvélahreyfla, hrærum í baðvatni eða sveiflum hverju sem er. 

Finnbogi býr yfir einstakri sýn á heiminn og eðli hans. Í áratugi hefur hann leitast við að gefa hljóðbylgjum sjónrænt form. Til þess hefur hann notað vatn, ljós, rafmagn í alltumlykjandi innsetningum. Verk hans vekja áhorfandann til meðvitundar og fá hann til að velta fyrir sér eigin skynjun, veru sinni í rýminu, náttúrunni og alheiminum.

Finnbogi Pétursson lærði myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1979 til 1983 og stundaði framhaldsnám við Jan van Eyck Akademie í Maastricht í Hollandi frá 1983 til 1985. Finnbogi hélt sína fyrstu einkasýningu í Time Based Arts í Amsterdam árið 1985 og hefur síðan haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum víða um heim. Finnbogi var handhafi Gerðarverðlaunanna árið 2022. 

Listamaður: Finnbogi Pétursson

Dagsetning:

30.10.2024 – 19.01.2025

Staðsetning:

Gerðarsafn

Hamraborg 4, 200 Kópavogur, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýningHjólastólaaðgengi

Opnunartímar:

Opið daglega: 12 - 18

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5