Portrett

Kristín Gunnlaugsdóttir

Portrett_Kristín Gunnlaugsdóttir

Á sýningunni eru 65 portrett, unnin frá árinu 2019 - 2024. Verkin eru öll unnin með bleki á akrýlgrunnaðan málarapappír, allar í sömu stærð eða 57 x 57 cm. Unnið er með lifandi fyrirmynd en markmiðið er ekki að líkjast henni sem mest, heldur er andlit þess sem situr fyrir nýtt til stuðnings fyrir hvert portrett. Hvert portrett þarf að verða einstakt og ná að búa yfir eigin sögu sem áhorfandinn skynjar. Penslinum er dýft í svart blekið og síðan er málað beint á pappírinn, hver lína óafturkræf. Fyrirmyndin situr fyrir í um 3 klst. og 40 - 60 myndir eru gerðar í hverri lotu, málað er yfir flestar en nokkrar teknar undan til endurskoðunar og einstaka fá innrömmun. Kristín Gunnlaugsdóttir (f. 1963) hóf snemma myndlistarnám í Myndlistaskólanum á Akureyri eða 1975 með námskeiðum og lauk þaðan fornámi 1986. Hún útskrifaðist frá Myndlista- og Handíðaskólanum 1987. Á árunum 1987 – 1988 dvaldi hún í klaustri í Róm og lærði þar íkonagerð og málun. Árið 1995 útskrifaðist hún með láði frá Accademia di belle Arti í Flórens. Í myndlist sinni vinnur Kristín aðallega málverk, veggteppi með útsaumi, teikningar, eggtemperur með blaðgulli og vatnslitamyndir. Kristín hefur haldið fljölda einkasýninga og tekið þátt í listviðburðum heima sem erlendis.

Listamaður: Kristín Gunnlaugsdóttir

Dagsetning:

26.10.2024 – 17.11.2024

Staðsetning:

Himinbjörg listhús

Munaðarhóll 25, 360 Hellissandur, Iceland

Merki:

VesturlandSýning

Opnunartímar:

Mánudagur -
Þriðjudagur -
Miðvikudagur -
Fimmtudagur -
Föstudagur -
Laugardagur -
Sunnudagur -

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5