Ráðgátan um Rauðmagann
Samsýning / Group Exhibition

Í safneign Listasafns Íslands leynast nokkur fölsuð verk sem hafa borist safninu með margvíslegum hætti. Undanfarin misseri hafa starfsmenn safnsins rannsakað þessi verk og hefur þá margt forvitnilegt komið í ljós. Markmið sýningarinnar er að auka vitneskju almennings um málverkafalsanir.
Á sýningunni verða sagðar níu sögur af fölsuðum verkum sem hafa ratað til safnsins með ýmsum hætti. Á sýningunni eru bæði verk fölsuð frá grunni og verk sem er breytt með falsaðri áritun auk ófalsaðra verka til samanburðar eftir fjóra af frumkvöðlum íslenskrar myndlistar.
Listamaður: Samsýning / Group Exhibition
Sýningarstjórar: Dagný Heiðdal, Ólafur Ingi Jónsson