Regn
Elín Helena Evertsdóttir
Myndlistarkonan Elín Helena Evertsdóttir býður gestum að stíga inn í hljóðinnsetningu þar sem dropar af öllum stærðum og gerðum hljóma óreiðukennt eða vélrænt. Opnunartími sýningar 16.- 30. júní, 12:00 til 16:00. Grafíksalurinn í Hafnarhúsinu (hafnarmegin) Tryggvagötu 17.
Það rignir. Hver dropi er í ákveðinni þyngd og í vissri fjarðlægð við næsta Hvað eru þeir margir, munu þeir sameinast, hversu hratt falla þeir og á hverju lenda þeir?
Og hvað ef einn af þeim fer að dansa eftir ósýnilegu vélrænu mynstri?
Elín Helena Evertsdóttir útskrifaðist frá The Glasgow School of Art 2005. Hún vinnur í ýmsa miðla og hefur áhuga á því óvænta í hversdagsleikanum, skynjun og tilfinningum.
Listamaður: Elín Helena Evertsdóttir