Rót

Jóna Hlíf Halldórsdóttir

Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Rót

Á sýningunni eru ný verk þar sem unnið er með merkingu, ljós, óræðni, skynjun og skilning. Líkt og í fyrri sýningum Jónu Hlífar mynda verkin heild, nokkurs konar innsetningu inn í rýmið. Að þessu sinni er unnið áfram með eldri verk að hluta eða tengingar milli þeirra.

 Sýningin RÓT varð til sem nokkurs konar framhaldssýning út frá verkum sem Jóna Hlíf sýndi í Mjólkurbúðinni á Akureyri sl. sumar. Þar vann hún með andstæður, liti og gler. Sýningin var frekar tvíhyggjuleg, þótt líka væri unnið út frá hugmyndinni um að andstæður væru í raun ekki til. Þessi sýning er rökrétt framhald eða systursýning.
 Jóna Hlíf (f. 1978) útskrifaðist með MFA gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi 2007 og MA í listkennslu frá Listaháskóla Íslands 2012. Textaverk, tilraunir með efni og innsetningar eru kjarninn í myndrænni tjáningu verka Jónu Hlífar. Texti sem áferð: sem leið til að birta hugsanir, við að setja fram og skapa samfélag, eða sem grundvöllur hugmynda. Í verkunum hefur Jóna Hlíf m.a. fengist við fyrirbærin kjarna, tíma og ímynd sögunnar. Verk Jónu Hlífar hafa verið sýnd víða í söfnum og galleríum bæði innanlands og erlendis. Þar ber helst að nefna einkasýningar í Listasafni Reykjavíkur, Listasafninu á Akureyri og Berg Contemporary. Jóna Hlíf hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, meðal annars í Listasafni Íslands, Listasafni Árnesinga, Kuckei+Kuckei og Nýlistasafninu. Á ferli sínum hefur Jóna Hlíf hlotið fjölda styrkja og eru verk hennar í eigu opinberra listasafna. Árið 2022 kom út bókin Brim Hvít Sýn sem fjallar um myndlist Jónu Hlífar, innsetningar og textaverk, sem hún hefur skapað undanfarna tvo áratugi. Bókin hlaut silfurverðlaun FÍT fyrir bókakápu og bókahönnun.

Listamaður: Jóna Hlíf Halldórsdóttir

Dagsetning:

05.10.2024 – 02.11.2024

Staðsetning:

Gallerí Kverk

Garðastræti 37, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýning

Opnunartímar:

Mánudagur -
Þriðjudagur -
Miðvikudagur -
Fimmtudagur -
Föstudagur -
Laugardagur -
Sunnudagur -

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5