Safn: Hildigunnur Birgisdóttir og verk úr safneign

Hildigunnur Birgisdóttir

Listasafnið á Akureyri

Allt frá því fyrstu listasöfnin í eigu almennings voru sett á stofn á síðari hluta 18. aldar, hafa þau gegnt ákveðnum skyldum gagnvart listaverkaeigninni, en listasafn telst auðvitað ekki raunverulegt safn nema þar sé að finna safneign. Helstu skyldur eru: að skrá safneignina, upplýsa almenning um gildi hennar og sýna hana.

Á þessari sýningu er þessum skyldum framfylgt með fremur óhefðbundnum hætti, þar sem safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, Hlynur Hallsson, leitaði til Jóns B. K. Ransu, sýningarstjóra, um að setja saman sýningu úr safneigninni, sem þá leitaði til myndlistarkonunnar Hildigunnar Birgisdóttur til að vinna sjónrænt með safneignina – í raun eins og að um hvert annað hráefni væri að ræða. Hildigunnur er þekkt fyrir að nota söfnun og skrásetningu sem hluta af listsköpunarferlinu. Safn, í þessum skilningi, hefur því tvöfalda merkingu: annars vegar er það eignin sem Listasafnið á Akureyri hefur sankað að sér og hins vegar listaverk eftir Hildigunni Birgisdóttur.

Listamaður: Hildigunnur Birgisdóttir

Dagsetning:

02.12.2023 – 24.11.2024

Staðsetning:

Listasafnið á Akureyri

Kaupvangsstræti 8, 600 Akureyri, Iceland

Merki:

NorðurlandSýning

Opnunartímar:

Daily 10:00 – 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur