Smiðja kl. 17:00 — Palestínsk útsaumshefð
Oroob AbuShawareb

Gerðarsafn býður upp á listsmiðju á löngum fimmtudegi þar sem þátttakendur kynnast palestínsku útsaumshefðinni tatreez. Leiðbeinandi er Oroob AbuShawareb.
Nánar:
Palestínska útsaumshefðin tatreez er lifandi og frjó handverkshefð sem byggir á aldagömlum grunni og hefur verið á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningaraf heimsins frá 2021. Hefðin einkennist af fjölbreyttum og litríkum mynstrum sem saumuð eru út á fatnað, fylgihluti og hvers konar heimilisprýði og hefur gegnt mikilvægu hlutverki í frelsisbaráttu Palestínu um áratugaskeið.
Hér gefst kostur á að kynnast þessari merkilegu hefð og spreyta sig á ólíkum mynstrum.
Smiðjan er opin öllum aldri, en verkefni hennar henta þó best fjölskyldum með börn eldri en 6 ára. Hægt er að koma við á þeim tíma sem hentar hverjum og einum og dvelja eins lengi og hentar. Gert er ráð fyrir að börn mæti í fylgd fullorðinna.
Smiðjan er haldin í samstarfi við GETA - hjálparsamtök. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.
Listamaður: Oroob AbuShawareb