Stattu og vertu að steini! Þjóðsögur í íslenskri myndlist.

Samsýning / Group Exhibition

Stattu og vertu að steini! Þjóðsögur í íslenskri myndlist

Listasafn Íslands geymir margan fjársjóðinn sem vert er að draga fram í dagsljósið. Þjóðsagnaverk í safneign Listasafns Íslands veita ómetanlega innsýn í mikilvægan þátt í sjónrænum menningararfi þjóðarinnar. Viðfangefnið hefur verið listamönnum innblástur í aldanna rás, frá upphafi 20. aldar til dagsins í dag.

Ritun þjóðsagna hófst í Evrópu á fyrri hluta 19. aldar í kjölfar söfnunar Grimms-bræðra í Þýskalandi. Hér á landi komu Íslenzkar þjóðsögur og Æfintýri sem Jón Árnason tók saman út í tveimur bindum 1862-64 og hlutu mikla útbreiðslu. Sögurnar urðu landsmönnum meðal annars innblástur í sjálfstæðisbaráttunni og áttu mikinn þátt í þjóðlegri vakningu á ýmsum sviðum.

Þjóðsögur eru frásagnir sem hafa lifað í munnmælum mann fram af manni og sagðar til skemmtunar og menntunar. Sagnaminni þjóðsagna eru oft fjölþjóðlegt en iðulega gefa þær innsýn í samfélagið sem fóstrar þær. Bregða íslenskar þjóðsögur því upp einstökum myndum af sambýli landsmanna við harðbýla náttúru og ógnvekjandi umhverfi hér á landi. Sögurnar endurspegla gjarnan viðhorf, siðferði og trú almennings á hverjum tíma og kenna æskilega breytni, hvernig bregðast má við hinu óþekkta og vinna bug á ótta.

Listamaður: Samsýning / Group Exhibition

Dagsetning:

18.10.2024 – 25.05.2025

Staðsetning:

Listasafn Íslands

Fríkirkjuvegur 7, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningHjólastólaaðgengi

Opnunartímar:

Mánudagur10:00 - 17:00
Þriðjudagur10:00 - 17:00
Miðvikudagur10:00 - 17:00
Fimmtudagur10:00 - 17:00
Föstudagur10:00 - 17:00
Laugardagur10:00 - 17:00
Sunnudagur10:00 - 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur