STRANDED – W(H)/ALE A REMAKE PORTFOLIO

Samsýning / Group Exhibition

List Ak whale 2024

Sýningin samanstendur af verkum unnum í mismunandi miðla sem öll fjalla um eða tengjast hvölum á einn eða annan hátt. Hönnun sýningarinnar og vinnsla verkanna er í anda Flúxushreyfingarinnar og hefur hún verið sett upp víða, s.s. í Búdapest í Ungverjalandi og í Recife í Brasilíu.

Á sýningunni má m.a. sjá – utan endurgerðar á verki Marcel Duchamp BOITE-EN-VALISE (1968) – endurprentun af risastóru málverki Franz Wulfhagen frá 1669 sem sýnir hvalreka. Verkið var fyrst sýnt í ráðhúsi Bremen í Þýskalandi, en Wulfhagen var einn af nemendum Rembrandt. Einnig verða sýnd verk eftir þekkta Flúxus listamenn, s.s. AY-O, Nam June Paik og Emmett Williams; listamenn er seinna tengdust Flúxus, s.s. Boris Nieslony, Ann Noël, Jürgen O. Olbrich, Pavel Schmidt og Natalie Thomkins, sem og Avantgarde listamennina Richard Hamilton, Allan Kaprow og Daniel Spoerri.

Þátttaka, samvinna og samskipti eru miðlæg í sýningarhönnuninni og er hún hugsuð sem einhvers konar samkomuvettvangur fyrir DANCE WITH LIFE.

Listamaður: Samsýning / Group Exhibition

Sýningarstjóri: Freyja Reynisdóttir

Dagsetning:

06.06.2024 – 29.09.2024

Staðsetning:

Listasafnið á Akureyri

Kaupvangsstræti 8, 600 Akureyri, Iceland

Merki:

NorðurlandSýning

Opnunartímar:

júní-ágúst 10 — 17 alla daga

september-maí

12 — 17 alla daga

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5