Túndran og tifið á Sléttu

Samsýning / Group Exhibition

Samsýning á Raufarhöfn

Listamenn: Berglind Tómasdóttir, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Einar Falur Ingólfsson, Kristín Reynisdóttir, Margrét H. Blöndal, Mark Wilson, Pétur Magnússon, Pétur Örn Friðriksson, Ósk Vilhjálmsdóttir, Sigtryggur Bjarni Baldvinsson, Snorri Freyr Hilmarsson, Sólveig Aðalsteinsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir og Þórarinn Blöndal.  

Sýningin Túndran og tifið á Sléttu hverfist um Melrakkasléttu og þær breytingar sem hafa þegar orðið og munu senn verða á bæði lífríki og jarðvegi landsvæðisins, sem afleiðing hamfarahlýnunar. 

Þátttakendur sýningarinnar samanstanda af fjölbreyttum hópi reynslumikilla listamanna: myndlistarmanna, tónskálds, hljóðfæraleikara og hönnuðar. Sýningarverkefnið er unnið í samstarfi við Menningarfélagið Heimsenda og Rannsóknastöðina Rif. Vísindafólk hefur safnað saman gögnum um landsvæðið og verður sá gagnabanki aðgengilegur listamönnunum. Þeir hafa móta verk úr gögnunum og miðla þeim á samsýningu sem haldin er á Raufarhöfn. 

Í verkefninu felst þverfaglegt samstarf lista og vísinda, sem þátttakendur telja mikilvægan lið í þekkingarsköpun á tímum hamfarahlýnunar. 

Ósæð verkefnisins er Óskarsbraggi, veglegt timburhús á Raufarhöfn, sem hýsir part af sýningunni og viðburði henni tengdri. Húsið hefur verið í uppbyggingu undanfarin ár og er stefnt að því að það verði sannkölluð menningarmiðstöð. Það tengir verkefnið við brothætta byggðarsögu Raufarhafnar – hnignun og uppgang. 

Verk sýningarinnar dreifast víða um Raufarhöfn sem og úti á sléttunni. (Sjá kort innan bæklingsins.)

Verkefnið hófst formlega sumarið 2022, þegar hópurinn kom saman í tæpa viku til að kanna aðstæður, kynnast umhverfinu og hvert öðru. Ári síðar var síðan haldin vikulöng vinnustofudvöl á Melrakkasléttu, þar sem sá grunnur sem þegar var grafinn var steyptur. Þá styrktust tengsl þátttakenda við nærsamfélagið: náttúruna, heimamenn, vísindafólk og sveitarstjórn.

Listamaður: Samsýning / Group Exhibition

Dagsetning:

04.07.2024 – 11.08.2024

Staðsetning:

Óskarsbraggi á Raufarhöfn

Höfðabraut 4a, 675 Raufarhöfn, Iceland

Merki:

NorðurlandSýning

Opnunartímar:

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5