Algerving - Atli Ingólfsson býður til spjalls kl. 20:30

Atli Ingólfsson

Glerhúsið FL Atli Ingólfsson

Atli Ingólfsson býður til spjalls um að sýna tónlist kl. 20:00

„List felst oft í myndhverfingum eða hlutgervingu, þar sem tiltekin tákn fá víða skírskotun... Hér er því öfugt farið: Í stað þess að vera stök táknmynd sem vísar út á við verður hér til massi úr öllum mögulegum táknmyndum sem leitast við að falla saman og segja ekki neitt; reynir ekki að vísa í heim heldur vera heimurinn.“

 

Atli Ingólfsson hefur starfað um árabil sem tónskáld. Verk hans eru af öllu tagi, allt frá píanó-konsertinum Lokalagið sem flutt var af Víkingi Heiðari Ólafssyni og Sinfóníuhljómsveit Íslands 2014 til óperunnar Njáls saga, brunnin ópera sem sett var á svið í Gautaborg 2016, en samtals samdi hann þrjú sviðsverk í fullri lengd fyrir Cinnober leikhúsið þar. Árið 2022 kom út hjá JPV útgáfunni bók hans (og meðhöfunda) Veðurskeyti frá Ásgarði þar sem hann gerir grein fyrir vinnu sinni við kórverkið Elsku Borgu mína, og sem upptaka þess fylgir með. Þá má nefna einleiksverk hans sem sum hafa verið leikin víða um lönd, til dæmis Radioflakes fyrir harmonikku, en vandað vídeó með því verki er að finna á YouTube.

Atli gegnir nú stöðu prófessors í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands.

 

Listamaður: Atli Ingólfsson

Dagsetning:

29.02.2024

Staðsetning:

Glerhúsið

Vesturgata 33b, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginFimmtudagurinn langiLeiðsögn listamannaEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Sun: 13:00 – 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5