Undanfarið

Sigrún Gyða Sveinsdóttir, Rannveig Jónsdóttir

Undanfarið

Tvær baujur sem jóta í sjávarmálinu ræða saman, hvert orð er djúphlaðið og þær hlusta af einlægni hvor á aðra. Þær jóta loks hvor í sína áttina en tengjast ennþá bandi sem teygist og skreppur saman á víxl á meðan togað er fast í sitthvorn endann.

„Úff, ég er smá að verða geðveik á þessu“ heyrist kallað og ómerkileg uppákoma verður aðalatriði beggja.

Með sýningunni Undanfarið skoðum við fjarskipti og vinasambönd í gegnum skúlptúrísk verk sem öll einkennast af léttleika en hverju og einu þeirra er hægt að pakka í umslag og senda með pósti. Við skoðum tildrög vinasambands okkar, þörf mannsins til að deila upplifunum sínum og veltum fyrir okkur hvort hægt sé að verðlauna vini sína fyrir stuðning og tryggð. Sigrún Gyða Sveinsdóttir og Rannveig Jónsdóttir komust að því á fullorðinsárum að þær hefðu í raun hist fyrst árið 1997 þegar þær léku sér saman í fjöruborðinu í Neðstakaupstað á Ísarði í einn dag. Sterk tengsl mynduðust sem lágu svo í dvala í mmtán ár þar til þær hittust aftur í Myndlistarskólanum í Reykjavík.

Listamenn: Sigrún Gyða Sveinsdóttir, Rannveig Jónsdóttir

Dagsetning:

13.04.2024 – 05.05.2024

Staðsetning:

Höggmyndagarðurinn

Nýlendugata 17a, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Always open

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur