Áhugaverðasta samsýningin 2023: Hjólið V: Allt í góðu

Viðurkenning fyrir áhugaverðustu samsýninguna féll í skaut Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík fyrir sýninguna Hjólið V: Allt í góðu í sýningarstjórn Kristínar Dagmarar Jóhannesdóttur.

Í umsögn Myndlistarráðs kemur fram:

Hjólið V: Allt í góðu var haldin í elstu hverfum Reykjavíkurborgar síðastliðið sumar. Að þessu sinni voru sett upp útilistaverk eftir átta listamenn sem allir eru félagsmenn Myndhöggvarafélagsins, nema sænska listakonan Ulrika Sparre sem var alþjóðlegur gestur sýningarinnar. Einkar fjölbreyttur hópur listafólks tók þátt í sýningunni í ár, en þau voru: Emma Heiðarsdóttir, Finnur Arnar, Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar, Ragnheiður Gestsdóttir, Sean Patrick O’Brien, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Ulrika Sparre og Wiola Ujazdowska.

Sýningin náði yfir stórt svæði, frá sjávarsíðunni Sæbrautarmegin yfir á göngustíginn við Ægisíðuna, og fylgdi óhefðbundinni gönguleið á milli hverfa. Mikil breidd var í verkunum sem opnuðu á margþætta skoðun á borgarlandslaginu og gáfu tækifæri til að upplifa kunnuglegt umhverfi á nýjan hátt, kynnast verkum einkar fjölbreytts listafólks og velta fyrir sér tíma og rými borgarinnar á eigin forsendum. Flest verkanna voru áþreifanlegar höggmyndir en nokkur höfðu viðbótarveruleika á stafrænu formi sem skoða mátti í snjallsíma.

islensku myndlistarverdlaunin 2023-Steinunn Gunnlaugsdottir. Ljósmynd: Pétur Thomsen

Steinunn Gunnlaugsdóttir: Enginn skemmtir sér við skemmdarverk. Ljósmynd Pétur Thomsen

islensku myndlistarverdlaunin 2023-Finnur Arnar. Ljósmynd: Pétur Thomsen

Finnur Arnar: Innilitir. Ljósmynd Pétur Thomsen

islensku myndlistarverdlaunin 2023-Ragnheidur Gestsdottir. Ljósmynd: Pétur Thomsen

Ragnheiður Gestdóttir: Súla II. Ljósmynd Pétur Thomsen

islensku myndlistarverdlaunin 2023-Ulrike Sparre. Ljósmynd: Pétur Thomsen

Urike Sparre: Allt är bra, All is well, Allt í góðu. Ljósmynd Pétur Thomsen

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur