Myndlistarmiðstöð hefur úthlutað ferðastyrkjum til 30 listamanna í fyrstu úthlutun ársins 2025 fyrir samtals 1,8 milljón króna.
Fjórir listamenn, þau Melanie Ubaldo, Litten Nystrom, Claudia Hausfeld og Fritz Hendrik Berndsen fá styrk til vinnustofudvalar í Bandaríkjunum, Noregi og Belgíu. Les Ailes de Caius í Rennes í Frakklandi hlýtur styrk til að fá til sín listamann frá Íslandi til vinnustofudvalar. Odee Friðriksson fær styrk til þess að halda fyrirlestur um sín verk í háskólanum í Basel. Auður Lóa Guðnadóttir hlýtur styrk fyrir þátttöku í Market listamessunni í Stokkhólmi. Fjórir listamenn, þau Þorgerður Ólafsdóttir, Gústav Geir Bollason, Þorbjörg Jónsdóttir og Margrét Jónsdóttir fá styrk til þess að taka þátt í sýningum í Finnlandi og Kanada, þrír hópar fá styrki til þess að fara og taka þátt í samsýningum í Sviss, Noregi og Danmörku.
Myndlistarmiðstöð óskar listamönnunum öllum góðs gengis!
30 listamenn fá úthlutað ferðastyrkjum
20.02.2025