Auglýsingahlé Billboard: Haraldur Jónsson

03.01.2024
Billboard 2024 - Halli Jóns Ummyndanir

Frá 1. janúar hefur verkefnið Auglýsingahlé verið til sýnis á öllum auglýsingaskjáum Billboard á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er í þriðja sinn sem sýning Billboard á sér stað og í ár var listamaðurinn Haraldur Jónsson fyrir valinu með verkið Ummyndanir. Sýningin mun taka enda í dag með þriðja og síðasta kafla verksins. Verkið hverfist um ummyndanir kunnuglegra fyrirbæra úr tíðarandanum sem líða síkvikar um loftið þegar heimurinn er tímabundið opinn í báða enda um áramót. Það er skuggsjá sem ofin er úr brotakenndum skilaboðum, hnitum, hugljómunum og óvæntum tilboðum úr undirvitundinni.

Auglýsingahlé er samstarfsverkefni Billboard, Y gallery og Listasafni Reykjavíkur. Verkefnið er frábær vettvangur fyrir myndlist í almenningsrými og er því ætlað að lýsa upp skammdegið og gefa borgarbúum tækifæri á að njóta listar um alla borgina.

Billboard - Halli Jóns - 2024
Billboard - Halli Jóns - 2024
Billboard - Halli Jóns - 2024
Billboard - Halli Jóns - 2024
Billboard - Halli Jóns - 2024
Billboard - Halli Jóns - 2024

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur