María Dalberg opnar einkasýningu í Künstlerhaus Bethanien

08.06.2021

María Dalberg sem dvalið hefur á vinnustofu Künstlerhaus Bethanien í Berlín opnar einkasýningu sína föstudag 11. júní. Sýningin er vídeóinnsetning og ber titilinn „Uncontainable truth“. Sýningin stendur frá 11.06. – 11.07.2021

María Dalberg (f. 1983) brautskráðist frá meistaradeild myndlistar við Listaháskóla Íslands vorið 2016. Sama ár var hún valin í hóp sýnenda á alþjóðlegum myndlistartvíæringi ungra listamanna í Moskvu og hefur hún sýnt á fjölda annarra sýninga sem og á kvikmyndahátíðum undanfarin ár. Verk hennar eru mörg hver myndbandsverk sem hún setur fram sem innsetningar þar sem hún vinnur jafnt með hljóð, texta og mynd. Þá fæst hún einnig við bókaútgáfu þar sem texti og myndir kallast á. María opnaði sína fyrstu einkasýningu 2018 í Listasafni Reykjavíkur í sýningaröð D-salar þar listamenn sem eru að hefja feril sinn er boðið að sýna verk sín.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5