Steinunn Önnudóttir til Künstlerhaus Bethanien

27.09.2023
Steinunn Önnudóttir, Anna Hrund Másdóttir, Ragnheiður Káradóttir: Feigðarós, 2021

Steinunn Önnudóttir hefur verið valin úr hópi umsækjenda til árs vinnustofudvalar á vegum Myndlistarmiðstöðvar við Künstlerhaus Bethanien í Berlín. Dvölin stendur frá vori 2024-2025. Vinnustofudvölin veitir listamönnum aðgengi að öflugu, alþjóðlegu tengslaneti; sýningarstjórum, safnafólki, blaðamönnum og öðrum sem starfa innan geirans. Auk þess heldur stofnunin utan um sýningarhald, útgáfu og ýmsa viðburði fyrir listamennina sem þar dvelja. Á meðan vinnustofudvöl stendur heldur hver listamaður einkasýningu á vegum Künstlerhaus Bethanien.

Steinunn Önnudóttir býr og starfar í Reykjavík. Hún lauk BA námi í grafískri hönnun við Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam 2009 og BA í Audiovisual 2011, einnig við GRA. Á meðal síðustu sýninga eru feigðarós — dreamfields, samstarfssýning í Kling&Bang árið 2021 og Non Plus Ultra, einkasýning í Listasafni Reykjavíkur árið 2019.

Steinunn hlaut styrk frá Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur árið 2019 og var tilnefnd til Íslensku myndlistarverðlaunanna sem Myndlistarmaður ársins árið 2022 ásamt Önnu Hrund Másdóttur og Ragnheiði Káradóttir fyrir samstarfssýningu þeirra feigðarós — dreamfields.

Steinunn rak sýningarýmið Harbinger frá 2014-2023, í samstarfi við fjölda listamanna, og á árunum 2018-2022 sat hún í stjórn Sequences listahátíðarinnar.

Steinunn Önnudóttir
Steinunn Önnudóttir: Non Plus Ultra, 2019

Steinunn Önnudóttir: Non Plus Ultra, 2019

Verk Steinunnar heyra til á mörkum málverks, skúlptúrs og innsetningar. Hún rannsakar rýmið innra með málverkinu, og áþreifanleika skúlptúrs með áherslu á yfirborð og áferð. Hún leikur sér með skala og víddir og skapar hugrenningatengsl á milli raunveruleika og sviðsetningar. Endurtekin þemu eru hugtök á borð við rotnun og kviknun lífs, bjögun, blekkingu, uppruna og eftirlíkingu.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5