Tíðarandi týndra radda innfæddra á tvíæringnum

10.11.2022

Tíðarandi týndra radda innfæddra á tvíæringnum fá hljómgrun​n​​, en heyrum við raunverulega í þeim?

Tíminn til að sjá og heyra viðhorf frumbyggja á Feneyjartvíæringnum virðist vera upprunninn- ekki síst þegar mið er tekið af tíðaranda samtímans ásamt póst-húmanísku þema tvíæringsins. Fjöldi verka frá listamönnum sem eiga rætur að rekja til frumbyggja á þessari hátíð styður þá skoðun.

Það virðist aldrei hafa verið eins góður hljómgrunnur fyrir raddir innfæddra á Feneyjartvíæringnum. Það er að segja ef tekið er mið af tíðaranda samtímans, sem einkennist af yfirvofandi gróðurhúsaáhrifum og dómsdagsspám, og póst-húmanísku þema tvíæringsins. Enda endurspeglast þessar áherslur í fjölda innfæddra listamanna í ár í alþjóðlegu sýningunni sem er að finna í Feneyjum. Hins vegar er mikilvægt að taka til greina hvaða merkingu það hefur fyrir þessa samfélagshópa að stíga fram á „svið“ tvíæringsins; vettvang sem á sér vafasama sögu þegar kemur að framsetningu sem hefur áhrif á birtingarmynd innfæddra.

Sagan

Það var ekki fyrir svo löngu sem að enn álit í vestrænni orðræðu og af akademíunni að menn innfæddra væri vanþróaðari en vestræn samfélög og listsköpun. Frumbyggjar landa voru álitnir sem frumstætt fólk og að siðir þeirra og venjur hefðu lítið gildi utan eigin samfélags. Í kjölfarið var listrænir munir þeirra fremur álitnir sem handverk eða þjóðfræðilegt efni frekar en myndlist. Á síðari hluta síðustu aldar tóku þessi viðhorf aftur á móti ákveðnum stakkaskiptum.

Það má reka þessar miklu viðhorfsbreytingar til þeirra hörmunga sem áttu sér stað á seinni heimsstyrjöldinni, þar á meðal gagnvart þekkingarkerfum innfæddra. Samhliða urðu breytingar í áherslum á mannfræðirannsóknum sem tóku í kjölfarið til greina​​ viðhorf innfæddra sem gildar forsendur til rannsókna. Þar af leiðandi voru leidd í ljós tvö mikilvæg atriði varðandi innfædda og menningu þeirra. Í fyrsta lagi að þessir hópar höfðu heimssýn og hefðir sem ættu sitt eigið gildi sem tæki mið af umhverfum þeirra; sem gætu aukinheldur reynst sem ákveðin fyrirmynd að heildrænum aðferðum fyrir aðra menningarheima. Í öðru lagi, að sum menningarsamfélög innfæddra hafa ekki beint hugtak yfir list, að minnsta kosti sem endurspeglaði vestræna hugtakið af myndlist.

Þessar uppgötvanir kölluðu eftir endurskoðun á því hvernig hugtakið list var skilgreind, þannig að það nái yfir handverk frumbyggja og væri ekki aðeins tekið mið af evrópumiðuðum sjónarhornum. Einnig fráviki frá hugmyndinni um að samfélög þróuðust með línulegum hætti með Grikkland sem vöggu siðmenningar. Það að endingu bjó til rými innan vestrænnar orðræðu fyrir viðhorf frá jaðarsettum menningarhópum; röddum utan vestrænnar elítu. Allt þetta tók þátt í því að auka sýnileika menningar innfæddra á síðustu árum – bæði í almennri orðræðu og í listheimum samtímans. 

Bronisław Malinowski mannfræðingur á síðustu öld með frumbggjum Trobriand eyjaklasa. Ljósmynd tekin 1918.

Innfæddum ljáð eyra á Feneyjartvíæringnum

Í ríflega þrjá áratugi hefur list innfæddra verið hluti af Feneyjartvíæringnum, í mismiklu mæli þó. List innfæddra í Ástralíu​ var fyrst hluti af tvíæringnum árið 1990. Var það þá Listastjórn innfæddra í stjórnarráði Ástralíu (e.The Aboriginal Arts Board(AAB) of Australia) sem skipuðu Rover Tomas og Trevor Nickolls sem fulltrúa ástralska skálans á Feneyjatvíæringnum. Edward Poitras reið á vaðið fyrir hönd innfæddra í Kanada​ árið 1995 með sýningu er nefndist Sjálfsmynd og breytingar (e. Identity and Alterity). Tracy Morphatt var fyrsti ástralski listamaðurinn til að halda einkasýningu á Feneyjartvíæringnum árið 2017 með sýningunni Hugsaðu með skynfærunum- upplifðu með huganum (e. Think with the Senses- Feel with the Mind).

Fleiri dæmi sem má nefna, svo sem sýning listahópsins Nunavt´s Isuama, sem var stofnaður af innfæddum aðilum í Kanada, árið 2019. Þema tvíæringsins það árið var Megi þú lifa á áhugaverðum tímum (e. May you live in Interesting Times). Einnig er vert að nefna listakonuna Losa Reihana sem er af Maoni uppruna var fulltrúi Nýja-Sjálands árið 2017 er þemað var Viva Arte Viva – sem var innblásið af hugmyndarfræði húmanisma. Í ár er Yuki Kihara, sāmóa-Japanese listakonan, fulltrúi Nýja Sjálenska skálans svo eitthvað sé nefnt.

Eins og sjá má af þessari samantekt hefur list innfæddra verið til sýnis á Feneyjartvíæringnum í fjölmörg skipti undanfarinn áratug. Þó er það svo að husjón tvíæringsins í ár er hugsanlega best til þess fallin af öllum hugmyndafræðum alþjóðlegu myndlistarsýningarinnar til að styðja við og upphefja raddir innfæddra. Líkt og Josie Thaddeus-Johns segir í grein sinni fyrir Elephant varðandi sýnileika innfæddra á tvíæringnum í ár:

„Í skálum Feneyjartvíæringsins endurspeglast viðhorf innfæddra til náttúrunnar og um sjálfbær leið til að berjast gegn áhrifunum sem  kapítalisminn hefur haft á heiminn. Þessi viðhorf er sérstaklega mikilvæg nú á tímum loftlagsvánnar“

Innfæddir og þekkingarkerfi þeirra hefur jafnan verið jaðarsett sem og einstakt og virðingarfullt samband þeirra við náttúruna – hvort tveggja hefur verið vanmetið í vestrænni menningu og kapitalísku samfélagi. Þannig séð eru þeir oddvitar lífshátta sem virðast passa fullkomlega við markmið póst-húmanískrar hugmyndafræði sem Cecilia Alemani tekur mið af í sýningastjórnun sinni. Það er því ekki að furða hversu margir innfæddir listamenn taka þátt á tvíæringnum í ár.

Þessi aukning í fjölda innfæddra listamanna er jákvæð þróun fyrir Feneyjartvíæringinn. En aftur á móti má velta því fyrir sér hvaða merkingu það hefur fyrir þessa samfélagshópa að stíga á svið Feneyjartvíæringsins í ár​.

Ernesto Neto, Heilagur Staður (e.Un Sagrado Lugar og sp. A Sacred Place), 2017. Á ljósmyndinni má sjá innsetninguna þar sem frumbyggjar Huni Kuin, eða Kaxinawá, sem búa í Acre, Brasilíu og Perú í Amasonskóginum, virkja .

Samband Feneyjartvíæringsins við listsköpun innfæddra

Innfæddir eru oft álitnir sem enn undir verndarvæng þeirra þjóða sem ráku gegn harða nýlendustefnu og kúguðu þá. Listrænt vægi og framsetning listsköpunnar frumbyggja í skálum Tvíæringsins í Feneyjum er mjög flókið.

Feneyjartvíæringurinn var reistur á grunni Heimssýninganna. Sá grunnur byggir á því að „sýna ólíka menningu, sögu og tækni framfarir á viðburði fyrir fólk af ólíkum bakgrunnum“ eða til að vera „alþjóðlegur vettvangur þjóða til að hampa eigin afrekum“ oft á kostnað jaðarsettra þjóða.

Candice Hopkins, sem tilheyrir Tingit ættbálki infæddra frá Kanada og var sýningarstjóri kanadíska skálans árið 2019, benti á það að Feneyjartvíæringurinn eigi myrka fortíð er kemur að samskiptum og sambandi við innfædda sem oftsinnis voru hafðir til sýnis í Alþjóðlegum sýningum og listsköpun þeirra á vafasömum forsendum á Feneyjatvíæringnum. Það þarf ekki að fara lengra aftur en til ársins 2017 til að sjá dæmi um slíkt þegar brasilíski skálinn var með innfædda einstaklinga sem komu fram sem hluti af innsetningunni. Því er ekki endilega bein og jákvæð tenging við sýnileika innfæddra á Feneyjartvíæringnum og þess að menning þeirra og hefðir séu metnar af verðleikum, ​þegar listamennirnir eiga sjálfir ekki rætur að rekja tilinnfæddra ættbálka.

Með þetta í huga og þá auknum áhuga á menningu innfæddra á heimsvísu, er það ekki aðeins viðeigandi heldur einnig nauðsynlegt að infæddir fái sjálfir að stýra því hvernig þeirra menning og hefðir eru settar fram. Hvort þeim takist að gera það á þann hátt að það upphefji þeirra sögu, menningu og hefðir í augum vestrænnar orðræðu á eftir að koma í ljós; það er að segja á vettvangi eins og Feneyjartvíæringnum sem rekur uppruna sinn í sýningarumgjörð sem jaðarsetti þessa samfélagshópa til að byrja með.

Britta Marakatt-Labba, Að rekja fótskref stjarnanna (e. In the footsteps of the stars), 2021.

List innfæddra á Feneyjartvíæringnum 2022

Áberandi þemu í verkum innfæddra listamanna eru nýlendustefna, menningarleg táknfræði, hefðir ættbálka og verk sem tengjast náttúrunni. Miðað við póst-húmaníska þemað sem og sögulegt samhengi tvíæringsins og kúgun og jaðarsetning innfæddra er áhersla á eftirnýlendufræði afar viðeigandi.

Mikilvægi menningartákna virðist vera áberandi í verkum innfæddra listamanna. Næstum öll verk slíkra listamanna á tvíæringnum í ár einkennast af áberandi menningartáknum á meðan vestrænar þjóðir gera það ekki, t.d. Frakkland, Kanada, England. Í þessu samhengi mætti því vænta að notkun hefðbundna menningarákna á þennan hátt sé merki um að einstaklingsbundin ímynd þeirra er rótgróin í menningu og hefðir ættbálkanna þeirra, jafnvel ein og hin sama – eitthvað sem listamenn valdameiri þjóða byggja ekki jafn mikið sjálfsmynd sína á. Það er spurning hvort að innfæddir listamenn sem nota mikið hefðbundin og menningarleg mótíf hjálpar í raun og veru áhorfendum, sem eru að stærstum hluta eru af vestrænum uppruna, að bera virðingu fyrir menningu og þekkingarkerfum innfæddra eða dregur það kannski frekar úr þeim og fjarlægir þá enn fremur? Með öðrum orðum, viðheldur þessi nálgun upplifun áhorfenda á „við“ og „hinir“? Svipað og eldri alþjóðlegar sýningar (fr. Exposition Internationale) gerðu á nýlendutímanum.

Vert er að hafa þessar vangaveltur í huga á meðan lesið er um nokkur verk listamanna sem miðla menningu innfæddra á tvíæringnum í ár.

Sögusagnir sáma í mjólk draumanna

Eitt af fyrstu verkunum sem áhorfendur virða fyrir sér þegar gengið er í gegnum alþjóðlegu myndlistarsýninguna í arsenale, er útsaumsverk eftir britta marakatt-labba. Hún er fædd inn í fjölskyldu af hreindýrahirðum frá sápmi, landsvæði sáma sem nær yfir noreg, svíþjóð og finnland. Við fyrstu sýn minna verk hennar á hefðbundið sámskt handverk eða jafnvel norrænt útsaumsverk en eru þó þróuð út frá hennar eigin handbragði. Verkin hanga á veggjum aðalsýningarinnar í arsenale og ber að geyma sögu sáma í norrænu landslagi.

Sögurnar sem hún setur fram í verkum sínum eru mér framandi en á sama tíma kunnugleg. Hógvæg ára er yfir verkum hennar sem vekur hjá gestum virðingu fyrir mýkt, hversdagsleika og „venjulegu“ lífi. Sýning marakatt-labba eru umkringd stórum og miklum verkum í arsenale sem þó skyggja ekki á þögult vald útsaumsverka hennar – ef eitthvað er, styrkir það frekar þau tilfinningalegu tengsl sem gestir finna með list hennar. Að mínu mati dýpka verk marakatt-labba virðingu fyrir menningu innfæddra. Henni tekst að miðla list sinni án greinilegra tengsla við pólitík og mannréttindabaráttu orðræðu en þó sker verkið sig úr og er áhrifamikið í samhengi félagslegs og pólitísks raunveruleika menninga innfæddra á heimsvísu.

Gerardo Tan, Felicidad A. Prudente, and Sammy N. Buhle, Við erum öll hér, Þetta er okkar samkoma (upr. Andi taku e sana, Amung taku di sana / All of us present, This is our gathering), 2022.

Gerardo Tan, Felicidad A. Prudente, and Sammy N. Buhle, Við erum öll hér, Þetta er okkar samkoma (upr. Andi taku e sana, Amung taku di sana / All of us present, This is our gathering), 2022.

Collin Sekajugo, Radiance: They dream In Time, 2022

Filipíski skálinn: við erum öll hér, þetta er okkar samkoma

Ekki er hægt að flokka fulltrúa filipíska skálans sem innfædda, ekki allan hópinn í það minnsta. Hins vegar deilir hópurinn mikilli og djúpstæðri þekkingu á filipískri menningu og hefðum sín á milli. Felicidad a. Prudente er til að mynda einn fremsti þjóðtónlistarmaður filippseyja og geraldo tan er listamaður sem hefur haldið sýningar víðsvegar um heiminn. Sammy n. Buhle ólst upp á meðal vefnaðarmanna og lærði hann handverk þeirra ungur að árum. Hann hefur viðhaldið þessari fornu hefð og er í dag hluti af hópi ungra listvefnaðarmanna í lfuagao héraðinu. Óhætt er að fullyrða að buhle sé með sterkustu tenginguna við hefðir innfæddra frá filippseyjum í þessum listahópi. Engu að síður feneyjartvíæringurinn fyrsta stóra myndlistarsýningin sem hann tekur þátt í, eitthvað sem vert er að hafa í huga þegar rýnt er í filipíska skálanum.

Til að komast inn í filipíska skálann þarf að ganga í gegnum viðargöng sem hindra að maður sjái það sem bíður manns lengra inn í skálanum. Á þessum gangi er söng innfæddra varpað á veggina; nánar tiltekið, nærmynd af syngjandi andlitum manna. Heyra má enduróm frá myndbandinu þegar gengið er áfram í sýningarsalinn. Þar inni eru litlir skjáir sem sýna handverk vefara og afrakstur þeirra má síðan finna á gólfi herbergisins. Mynstur þess vefnaðar og birtingarmynd mannana í myndskeiðunum svipar til þess er mætti búast við frá staðalímyndum vesturlandabúa á innfæddum í gegnum árin. Sýningin er óður til frumbyggja filippseyja og þeirra menningu eins og glöggt má sjá í sýningartextanum:

„markmið sýningarinnar er að bera fram menningarleg gögn á sjónrænan hátt. Til þess að upphefja filipískar hefðir á heildrænan hátt og þar með festa þær í sessi með því að sýna þær heiminum.“

Til að ná þessu markmiði sínu, að festa filipískar hefðir í sessi, hafa listamennirnir valið að fara nokkuð „klisjukennda“ og „týpíska“ leið í framsetningu sinni. Ekki er hægt að sjá augljósan mun á hvað er listaverk og hvað er einfaldlega „menningarleg gögn“. Aukinheldur býðst gestum sýningarinnar ekki tækifæri til að tengjast list innfæddra í filippseyjum á annan hátt en í gegnum hefðbundna framsetningu á gögnunum.

vel má vera að þessi gagnrýni sé í ætt við eldri sjónarhorn á myndlist og handverki innfæddra – það er, þegar miðað er við að hún hafi meira þjóðfræðilegt gildi en listrænt gildi. Í ljósi þessarar athugun minnar, vestrænnar konu í forréttindastöðu í þessu samhengi – sýn sem er því jafnvel enn menguð af undirliggjandi fordómum úr vestrænni orðræðu og gildisfellingu á því sem er framandi.

Í þessu samhengi er vert að skoða bakgrunn geraldo tan sem vinnur með margvíslega miðla og er lýst með eftirfarandi hætti á vefsíðu jorge b. Vargas safnsins í filippseyjum:

„með verkum sínum tekst geraldo tan á við vandamál er varða framsetningu og hugmyndir. Oft notast hann við endurgerðar myndir úr heimi listarinnar og fjölmiðlum með það að markmiði að grafa undan fyrirframákveðnu stigveldi og um leið opna huga áhorfenda fyrir nýrri merkingu“.

Þar sem þetta er skapandi nálgun geraldo tan, ætti ekki að koma á óvart að listaverkið í filipíska skálanum sé uppfullt af vísunum til hefða og menningartákna. Það sem missir hins vegar mögulega marks er ætlunin að takast á við hefðbundið vestrænt gildismat á list innfæddra. Ef það er í raun og veru tilgangur listaverksins, að láta gesti sýningarinnar uppgötva og takast á við eigin fordóma, þá er sú tilraun heldur langsótt. Í fyrsta lagi má reikna með að fæstir gestir sýningarinnar þekki bakgrunn listamannsins og í öðru lagi reyna flestir gestir feneyjartvíæringsins að heimsækja sem flesta skála í heimsókn sinni og gefst því líklega ekki tími til að leggjast í djúpstæða endurskoðun á því hvað hvert og eitt verk kann að þýða og hvað sýningin í heild sinni tekst á við. Það að notast við staðalímyndir sem leið til að koma á framfæri einhverskonar ádeilu er því í besta falli áhættusamt.

Sé mið tekið af sögu feneyjartvíæringsins og sambandi hans við innfædda, ættu listamenn og skipuleggjendur að reyna að forðast að notast við staðalímyndir í verkum sínum. Ef þeir hinsvegar kjósa að fara þá leið þá þarf verkið að gefa áhorfendum aðra og augljósa viðbót við verkið. Dæmi um þar sem þessi leið var farin og heppnaðist vel er skáli úganda.

Listamennirnir frá úganda notast við staðalímyndir í verkum sínum og þar fer ekkert á milli mála að þar sé á ferð satíra og ádeila. Það skilar sér í sterkari stöðu listamannsins og verksins. Listamennirnir takast á við þessar staðalímyndir og bera þær þannig fram að áhorfandinn á ekki annan kost en horfast í augu við þær.

Anders Sunna, ‘Illegal Spirits of Sápmi’, 2022.

Anders Sunna, ‘Illegal Spirits of Sápmi’, 2022.

Skáli sáma

Nú á feneyjartvíæringnum í ár hefur átt sér stað sögulegur atburður þegar norska, sænska og finnska skálanum var breytt í sáma skálann og helgaður listamönnum sem hafa rætur sínar að rekja til sáma og menningu þeirra. Það fyrsta sem mætir gestum skála sáma eru stór málverk sem sýnir birtingarmyndir af sambandi innfæddra við hvíta manninn. Það er, sá hluti sem einkennist af nýlendutímanum og eyðileggingu landsvæðis og réttindum innfæddra. Málverkin eru á stórum viðarplötum sem standa í röð. Á öðrum endanum virðist eitt þeirra hafa verið brennt upp til agna og aðeins leifarnar standa eftir.

Í öðrum hluta skálans er að finna höggmyndir, búnar til úr efnivið sem tengist hefðum sáma, efnivið sem þó er ekki venjulega notaður til skreytinga enda gerður úr innyflum dýra svo dæmi sé nefnt.

Síðasti hluti sýningarinnar er heimildamynd sem er sýnd á tveimur skjám sem saman mynda hluta af tjaldi sem stendur fyrir aftan þá. Heimildamyndin fjallar um afleiðingar nýlendutímans og rökstyður hvernig sá tími leiddi til eyðileggingu náttúru norðursvæða á heimaslóðum sáma. Fyrir framan skjáina eru sæti gerð úr trjástubbum. Með uppsetningunni koma listamennirnir vel til skila þeirri togstreitu sem fylgir því að koma ákveðnum skilaboðum áleiðis og að taka þátt í viðburði sem hefur í gegnum tíðina útilokað þá og verið aðgengilegur þeim hópum sem tekið hafa þátt í að kúga þeirra. Verkið er rammpólitískt, sem er vel við hæfi í ljósi þess að raddir sáma hafa ekki fengið nægan hljómgrunn áður til þess að raddir þeirra heyrist og nú. Og ekki síður þegar horft er til inntak aðalsýningar tvíæringsins og sambands hans við innfædda.

Það er augljóst að sáma listamennirnir hafa lagt meiri áherslu á að koma boðskap sínum á framfæri heldur en að fá viðurkenningu frá listaheiminum. Eitthvað sem ándé somby, orðar vel í frásögn sinni í arnet news um hvaða samfélagslegt gildi listar:

„réttur innfæddra fylgst í réttindum þeirra til eignarhalds á sinni eigin fortíð, nútíð og framtíð. Þessi réttur þeirra er oft fótum troðinn og fyrir þessa þrjá listamenn í skála sáma hefur listin orðið þeirra síðasta hálmstrá til vitundarvakningar á sögu þeirra eftir að stjórnmálaleiðtogar og dómstólar hafa brugðist þeim“.

Sýningin í skála sáma er ekki einungis gagnrýni á nýlenduhyggju heldur einnig baráttastef fyrir réttindum sáma og almennu áliti gagnvart sömum og menningu þeirra. Þau réttindi öðlast staðfestingu með viðurkenningu ríkjandi þjóða á sameiginlegri sögu þeirra og sérstöðu menningar sáma. Það er áhugavert að til þess að ná fram þessum réttindum virðist nauðsynlegt að gera það með því að birta þann hluta sögunnar sem inniheldur afskipti kúgara þeirra. Það er aftur á móti ekki aðalatriðið í því hvernig skal skilgreina menningu sáma eða innfæddra yfir höfuð. Saga og menning innfæddra nær lengra aftur en þessi inngrip og inniheldur svo margt fleira. Frásögn vestrænna þjóða má ekki yfirtaka þá staðreynd. Vert er að hafa það í huga þegar feneyjartvíæringurinn er heimsóttur.

Að lokum tel ég því viðeigandi að enda á orðum wanda nanibush, stofnanda aabaakwad, sem er árleg samkoma innfæddra listamanna:

„áhugi á menningu okkar er meiri á vissum tímum sögunnar en öðrum, oftast í kjölfarið á aðgerðum mótmælahreyfinga. Víðsvegar um heiminn berjast hreyfingar fyrir aðgerðum í loftslagsmálum og gegn námuvinnslu. Það er þá sem fólk horfir til innfæddra, þar með talið innfæddra listamanna, til að leita annarra lausna við vandamálum samtímans og til að geta horft fram á veginn“.

Að því sögðu, er það óskandi að núverandi áhugi heimsins á innfæddum og þekkingarkerfum þeirra sé ekki, aðeins, tískubylgja sem líður hjá. Ein leið til þess að sjá til þess að raddir innfæddra fái áframhaldandi hljómgrunn og frekari viðurkenningu á sögu þeirra, væri til dæmis með því að breyta norræna skálanum í skála sáma til frambúðar.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur