Tilnefningar til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2018

14.02.2018
Íslensku myndlistarverðlaunin 2018 - merki

Íslensku myndlistarverðlaunin verða afhent í fyrsta sinn 22. febrúar.

Tilnefnd eru Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Egill Sæbjörnsson, Hulda Vilhjálmsdóttir og Sigurður Guðjónsson. Myndlistarráð stendur að verðlaununum sem hafa þann tilgang að vekja athygli á því sem vel er gert á sviði myndlistar á Íslandi. Verðlaununum er ætlað að stuðla að kynningu á íslenskum myndlistarmönnum og styðja við myndsköpun þeirra.

Afhending verðlaunanna fer fram í Listasafni Reykjavíkur 22. febrúar.

Tilnefningar 2018 - Anna Júlía Friðbjörnsdóttir - Erindi

Anna Júlía friðbjörnsdóttir: Erindi, Hafnarborg.

Íslensku myndlistarverðlaunin tilnefnignar 2018 Anna Júlía friðbjörnsdóttir Erindi
Íslensku myndlistarverðlaunin tilnefnignar 2018 Anna Júlía friðbjörnsdóttir Erindi
Íslensku myndlistarverðlaunin tilnefnignar 2018 Anna Júlía friðbjörnsdóttir Erindi

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir er tilnefnd fyrir sýninguna Erindi í Hafnarborg. Í umsögn dómnefndar segir að þar myndi verk Önnu „undurfagra heild sem sameinar umfjöllun um náttúrurómantík, vísindalegar flokkunaraðferðir, pólitík og ljóðræna framsetningu.“

„Titill sýningarinnar er margræður, eins og sýningin í heild,“ segir þar enn fremur. „Með henni tekst Anna Júlía á við aðkallandi viðfangsefni samtímans sem tengjast breytingum á umhverfi dýra og manna. Flækingsfuglar af ætt Söngvara verða táknmynd fyrir streymi flóttamanna og stjörnukort á bláum kalkipappír myndgerving fyrir áhættusöm ferðalög. Sýningin býr yfir pólitísku inntaki, en einnig angurværð sem má upplifa og túlka sem ljóðræna náttúrurómantík. Sýningin býður áhorfendum að taka siðferðilega afstöðu til náttúru og samfélags og vekur til vitundar um fegurð og viðkvæma tilvist. Á sýningunni Erindi tesst Önnu Júlíu að samþætta fagurfræðilega og siðferðilega þætti listarinnar á áhrifamikinn hátt.“

Dómnefndin var einhuga um ágæti sýningar Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur í Hafnarborg vegna þess hversu tær og vel hugsuð hún er, auk þess að virka frá mörgum sjónarhornum.

Tilnefningar 2018 - Egill Sæbjörnsson - Jewellery

Egill Sæbjörnsson: Ùgh & Bõögâr Jewellery, i8 gallerí. Ljósmynd i8 gallerí

Íslensku myndlistarverðlaunin tilnefingar 2018 Egill Sæbjörnsson Ùgh & Bõögâr Jewellery Ljósmynd i8 gallerí
Íslensku myndlistarverðlaunin tilnefingar 2018 Egill Sæbjörnsson Ùgh & Bõögâr Jewellery Ljósmynd i8 gallerí
Íslensku myndlistarverðlaunin tilnefingar 2018 Egill Sæbjörnsson Ùgh & Bõögâr Jewellery Ljósmynd i8 gallerí

Egill Sæbjörnsson er tilnefndur fyrir sýninguna sýninguna Ùgh & Bõögâr Jewellery í i8. Dómnefndin telur sýningu Egils Sæbjörnssonar í i8 tala af dirfsku beint inn í samtímann. Hann tefli fram verkum sem við fyrstu sýn virðist skopleg en hreyfi í raun við grafalvarlegum málefnum.

Egill Sæbjörnsson kynnti tröllin Ùgh & Bõögâr fyrst til sögunnar á sýningunni Out of Controll á Feneyjartvíæringnum 2017. Eftir dvölina í Feneyjum og kynni tröllanna af alþjóðlegum listheimi komu þau til Íslands sem heimsborgarar og umbreyttu sýningarrými gallerís i8 í glæsilega skartgripaverslun.

„Sýningin í i8 er afsprengi viðamikillar sýningar í Feneyjum og saman mynda þær sannfærandi heild yfirgripsmikillar ádeilu á samtímann,“ segir í umsögn dómnefndar. „Um leið er sýningin full af leikgleði, barnslegum viðhorfum og sköpunargleði, sem undirstrikar að allir búa yfir sköpunarkrafti – líka tröllin. Sýningin Ùgh & Bõögâr Jewellery í i8 er endapunktur á þátttöku Egils Sæbjörnssonar í Feneyjum en jafnframt sjálfstæð sýning.“

Íslensku myndlistarverðlaunin tilnefnignar 2018 Hulda Vilhjálmsdóttir

Hulda Vilhjálmsdóttir: Valbrá, Kling & Bang

Íslensku myndlistarverðlaunin tilnefnignar 2018 Hulda Vilhjálmsdóttir
Íslensku myndlistarverðlaunin tilnefnignar 2018 Hulda Vilhjálmsdóttir
Íslensku myndlistarverðlaunin tilnefnignar 2018 Hulda Vilhjálmsdóttir

Hulda Vilhjálmsdóttir er tilnefnd fyrir sýninguna Valbrá í Kling & Bang. Í umsögn dómnefndar segir að verk Huldu hafi vakið athygli á undanförnum árum fyrir hráleika samfara ríkri tjáningu.

„Helstu eiginleikar hennar sem listamanns koma glöggt fram á sýningunni sem samanstendur af málverkum, vatnslitamyndum og keramíkverkum. Öll verkin búa yfir þunga og tjá allt í senn hættu og öryggi,“ segir dómnefnd. „Þau eru samtímis hrá og meitluð, öguð og kvik. Megin viðfangsefni verka Huldu er fólk og tilfinningar sem eru tjáðar með hraðri pensilskrift í málverkum sem búa yfir djúpum ljóðrænum streng með þungum undirtóni. Á sýningunni var vegið upp á móti melankólískum tóni málverkanna með leirskúlptúrum í óræðu formi, sem Hulda hefur ekki sýnt áður. Þessi verk birtu áhorfendum nýja vídd og sýndu áhugaverða þróun í verkum Huldu.“

Dómnefndin telur verk Huldu Vilhjálsdóttur á sýningunni Valbrá vera lík myndljóði „þar sem innsæi og næmi kalla fram öflug og meitluð málverk, vatnslitamyndir og leirverk. Áhorfandinn skynjar vel þungann í verkunum um leið umhyggju Huldu fyrir viðfangsefninu.“

Íslensku myndlistarverðlaunin tilnefningar 2018 Sigurður Guðjónsson Fuser Ljósm Vigfús Birgisson

Sigurður Guðjónsson: Fuser, 2017., kappell og líkhús St. Jósepsspítala á vegum Listasafns ASÍ. Ljósmyndir: Vigfús Birgisson

Íslensku myndlistarverðlaunin tilnefningar 2018 Sigurður Guðjónsson Mirror Projector Ljósm Vigfús Birgisson

Sigurður Guðjónsson: Mirror Projector, 2017., kappell og líkhús St. Jósepsspítala á vegum Listasafns ASÍ. Ljósmyndir: Vigfús Birgisson

Íslensku myndlistarverðlaunin tilnefningar 2018 Sigurður Guðjónsson Scanner Ljósm Vigfús Birgisson

Sigurður Guðjónsson: Scanner, 2017., kappell og líkhús St. Jósepsspítala á vegum Listasafns ASÍ. Ljósmyndir: Vigfús Birgisson

Íslensku myndlistarverðlaunin tilnefningar 2018 Sigurður Guðjónsson Fuser Ljósm Vigfús Birgisson

Sigurður Guðjónsson: Fuser, 2017., kappell og líkhús St. Jósepsspítala á vegum Listasafns ASÍ. Ljósmyndir: Vigfús Birgisson

Sigurður Guðjónsson er tilnefndur fyrir sýninguna Innljós í kappellu og líkhúsi St. Jósepsspítala (Listasafn ASÍ). Sýningin samanstendur af þremur myndbandsverkum, Fuser 2017, Scanner 2017 og Mirror Projector 2017, sem er varpað á gólf og veggi á þremur stöðum í byggingunni.

Í umsögn dómnefndarinnar segir að Sigurði takist að gera áhorfandann sér meðvitaðan um sögu sýningarstaðarins, andlegar víddir og eigin hverfulu tilvist með áhrifamiklu samspili myndar og hljóðs.

Myndefnið sækir Sigurður í heim véltækninnar þar sem auga myndavélarinnar er beint að taktfastri og endurtekinni hreyfingu vélarhluta í nærmynd. „Niðurstaðan eru dáleiðandi abstrakt myndir, línur og ljós sem vísa fram og aftur í tíma, í úthugsuðu samspili myndar og hljóðs,“ segir í umsögn dómnefndarinnar. „Skruðningar frá hreyfingum valsa, skanna og glæruvarpa renna saman við myndefnið og eru samofið sjónrænum þáttum verksins. Saman mynda myndbandsverkin heildstæða innsetningu í þessu óvenjulega sýningarrými svo úr verður magnað samlíf verka og rýmis. Vélrænn, síendurtekinn taktur og flöktandi birta eiga sinn þátt í að skapa heildarupplifun, sem vekur samtímis vitund um líkamleika og efni og skynjun andlegra vídda og nálægðar handanheima. Myndefnið og framsetning þess undirstrikar sögu hússins og náin tengsl þess við hugmyndir um miskunsemi, náð og líkn. Titill sýningarinnar vísar í tilbeiðslu og tilraunir til að fanga hið einstaka og tímabundna með endurtekningu og upphafningu í manngerðu umhverfi yfirgefins húss. Verkin vísa í sögu vélvirkninnar og túlka þránna til að móta heiminn og hafa stjórn á eiginleikum náttúrunnar.“

Dómnefnd

Dómnefnd verðlaunanna er skipuð til eins árs í senn og í henni sitja árið 2017-2018:

Margrét Kristín Sigurðardóttir, formaður myndlistarráðs

Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, myndlistarmaður (SÍM)

Sigrún Hrólfsdóttir, deildarforseti myndlistardeildar Listaháskóla Íslands

Magnús Gestsson, formaður Listfræðafélags Íslands

Margrét Elísabet Ólafsdóttir, fulltrúi safnstjóra íslenskra safna

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur