Sequences er haldin annað hvert ár. Sequences veitir nýjum straumum og framsækinni myndlist rými og gefur almenningi færi á að upplifa alþjóðlega samtímamyndlist á heimsmælikvarða.

Sequences

Sequences er sýningarvettvangur fyrir innlenda og erlenda myndlistamenn og stuðlar að stækkuðu starfsumhverfi listamanna og enn fjölbreyttara menningarlífi í Reykjavík. Hátíðin styður einnig við grasrót myndlistar hérlendis og er ætlað að vera hvetjandi umhverfi til sköpunar nýrra verka. Sequences veitir nýjum straumum og framsækinni myndlist rými og gefur almenningi færi á að upplifa alþjóðlega samtímamyndlist á heimsmælikvarða.

Hátíðin tekur annars vegar yfir hefðbundin sýningarrými og hins vegar er áhersla lögð á aðgengi verka í óhefðbundnum rýmum og listrænt inngrip í almenningsrýmum í Reykjavík. Nýir sýningarstjórar eru valdir inn fyrir hverja hátíð til að skipuleggja og móta dagskrá hátíðarinnar sem stendur alla jafna yfir í 10 daga. Meðal verkefna hátíðarinnar er að vera virkur vettvangur fyrir samskipti, tengslamyndun og þverfaglega starfsemi á forsendum myndlistar og að vera eftirsóknarverður áfangastaður fagfólks í alþjóðlegu myndlistarsenunni.

Undirtitill Sequences real time art festival, vísar til upphaflegrar áherslu hátíðarinnar á tímatengda miðla og verk sem unnin eru í rauntíma. Í dag er titillinn vegvísir sem sýningarstjórum er frjálst að túlka og vinna með fyrir hverja hátíð. Að hátíðinni standa Kling & Bang, Nýlistasafnið, Myndlistarmiðstöð og óháðir aðilar sem eru virkir í listamannareknu senunni í Reykjavík hverju sinni.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur