Skaftfell

Starfsemi Skaftfells er tileinkuð miðlun, viðgangi og framþróun myndlistar á Austurlandi. Þeim skyldum er framfylgt með sýningarhaldi, rekstri gestavinnustofa og fræðslustarfi. Miðstöðin hefur einnig umsjón með Geirahúsi, þar sem alþýðulistamaðurinn Ásgeir Jón Emilsson bjó til dauðadags.