Listasafn Svavars Guðnasonar

Listasafn Svavars Guðnasonar, oftast kallað Svavarssafn, er samtímalistasafn á Höfn í Hornafirði nefnt eftir einum mikilvægasta listmálara Íslendinga á 20. öldinni. Svavar Guðnason fæddist á Höfn 1909 og var brautryðjandi abstraktmálverksins á Íslandi og heimsþekktur sem hluti af COBRA-listahópnum.
Kjarni safneignar listasafnsins samanstendur af verkum Svavars Guðnasonar, auk ýmissa Hornfirðinga og listafólks sem hefur unnið list í eða tengda Austurskaftafellssýslu.