Algleymi, bið að heilsa

Sigrún Gyða Sveinsdóttir

algleymi, bið að heilsa Sigrún Gyða Sveinsdóttir

Sigrún Gyða sýnir ný og nýleg myndlistarverk úr blönduðum efniviði textíls, texta og glers. Öll eiga verkin sameiginlegt að fjalla um mörk víðfeðmis og innilokunar og tengjast óperugjörningum Sigrúnar síðustu ár á einn eða annan hátt. Verkin eru stoppistöðvar á ferðalagi þar sem stigið er niður og horft heim.

Verk Sigrúnar Gyðu liggja á mörkum myndlistar og klassískra óperutónsmíða, þar sem varpað er ljósi á hversdagslegar athafnir og þeim skeytt saman við andhverfu sína á sjónrænan hátt. Í verkum sínum fjallar Sigrún um kerfisbundið eftirlit, valdaskiptingu og líkamsvirði með vísunum í dægurmenningu og grátbrosleg mótíf. Sigrún hefur tekið þátt í fjölda sýninga og óperuverkefna sem flytjandi, tónskáld og/eða leikstjóri, bæði sjálf og í samstarfi við aðra, aðallega í Reykjavík og Amsterdam, þar sem hún er nú búsett.

Listamaður: Sigrún Gyða Sveinsdóttir

Dagsetning:

26.10.2024 – 16.11.2024

Staðsetning:

Associate Gallery

Köllunarklettsvegur 4, 104 Reykjavík, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýningEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Sjá vefsíðu og eftir samkomulagi

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur