Árin á milli

Laimonas Dom Baranauskas

Laimonas Dom Baranauskas, Árin á milli

Sú hugmynd um að fegurð sé einungis bundin við ungt fólk er lífseig í samfélaginu. Markmið Laimonas Dom Baranauskas með sýningunni „Árin á milli“ er að storka þessari hugmynd með því að sýna þá fegurð og sérstöðu sem aldurinn færir fólki.   Um er að ræða portrett af fimm konum á aldrinum frá um fimmtugt til áttræðs. Til að ná fram tímalausum einkennum í mannsandlitinu tók Laimonas portrettin í svarthvítu sem undirstrikar vel svipbrigði og andlitsdrætti þeirra fyrr og nú. Hann tók eina mynd af hverri konu sem hann svo skeytti saman við gamalt stúdíó portrett af viðkomandi og þannig verður til 30 – 60 ára bil á milli tveggja portretta. Með þessari aðferð skoðar Laimonas hugtakið að eldast og það sést hvernig andlitsdrættir okkar breytast með tímanum. Með þessu móti sést einnig að eftir sem áður helst ásjóna okkar svipuð þó tímanum vindi fram.

Listamaður: Laimonas Dom Baranauskas

Dagsetning:

07.11.2024 – 12.01.2025

Staðsetning:

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Tryggvagata 15, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningHjólastólaaðgengiEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Mánudagur10:00 - 18:00
Þriðjudagur10:00 - 18:00
Miðvikudagur10:00 - 18:00
Fimmtudagur10:00 - 18:00
Föstudagur11:00 - 18:00
Laugardagur13:00 - 17:00
Sunnudagur13:00 - 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur