Átthagamálverkið

Samsýning / Group Exhibition

Málverk af íslenskum torfbæ.

Hringferð um Ísland liðinnar aldar.

Við ferðumst hringinn í kringum landið í gegnum sögu sem spannar rúma öld. Við stöldrum við og lítum firði, dali, þorp og bæi með augum fólks sem þekkir þar betur til en nokkur annar. Þetta eru Átthagamálverk sem máluð eru af ást og hlýju, uppfull af tilfinningu fyrir staðháttum og minningum fyrri tíma. Svo vill til að á þessu ferðalagi erum við óvenju heppin með veður!

Sýning á átthagamálverkum í Vestursal Kjarvalsstaða er rannsóknarverkefni um jaðar íslenskrar listasögu. Þar hafa jafnt lærðir listamenn sem sjálfmenntað áhugafólk mundað pensilinn og skapað verk í persónulegu samtali við staði og minningar. Hvatinn að baki verkunum byggist fremur á einlægri löngun til að sýna og segja frá, dýpka tengsl, muna og varðveita, en að takast á við strauma og stefnur í listrænu samhengi.

Í verkunum er varðveitt saga ólíkra einstaklinga, en á sýningunni eru verk eftir eitt hundrað manns hvaðanæva af landinu. Um leið segja þau sögu einsleits samfélags sem deilir áþekkum örlögum á tímum samfélagsbreytinga. Á tuttugustu öld fluttist fólk af bæjum í þéttbýli - og frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar. Þessir búferlaflutningar eru samofnir breytingum á sviði menntunar og menningar, verslunar og þjónustu, atvinnu- og efnahagsþróunar sem og félagslegra tengsla. Átthagamálverkin standa eftir eins og tilraun til þess að hægja á þessari framrás, stöðva tímann, fanga eitthvað áður en það verður um seinan.

Hvernig tala átthagamálverkin til okkar í dag?

Á sýningunni eru verk eftir eitt hundrað listamenn, lærða og leika:

Ágúst F. Petersen, Áki Guðni Gränz, Ásgrímur Jónsson, Ásta Pálsdóttir, Baldvin Björnsson, Bjarni Guðmundsson, Bjarni Henriksson, Bassi, Bjarni Þór Bjarnason, Brynjólfur Þórðarson, Eggert Guðmundsson, Einar Ingimundarson, Einar Jónsson, Einar Jónsson frá Fossi, Eiríkur K. Jónsson, Elfar Guðni Þórðarson, Elín Pjet. Bjarnason, Elísabet Geirmundsdóttir, listakonan í fjörunni, Erlendur Karl Þórðarson, Eyjólfur J. Eyfells, Finnur Jónsson, Freymóður Jóhannsson, Gísli Jónsson, Gísli Þorsteinsson, Guðmundur Guðmundsson, Erró, Guðmundur Kristjánsson,Guðni Hermansen, Guðrún Layfey Jónsdóttir, Blaka, Gunnar Gunnarsson, Gunnlaugur Blöndal, Gunnlaugur Scheving, Gunnlaugur Stefán Gíslason, Gústav Geir Bollason, Hallbjörg Bjarnadóttir, Helga Erlendsdóttir, Ljósblá, Herbert Sigfússon, Hebbi málari, Hjálmar Stefánsson, Hólmfríður Einarsdóttir, Hreinn Elíasson, Hringur Jóhannesson, Höskuldur Björnsson, Ísleifur Sesselíus Konráðsson, Jakob V. Hafstein, Jóhann Briem, Jóhannes Geir Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Jóhannes Sigfinnsson, Jón Aðalsteinn Stefánsson frá Möðrudal, Jón Engilberts, Jón Gunnarsson, Jón Hróbjartsson, Jón Stefán Sigurjónsson, Brimar, Jón Þorleifsson, Jónas Guðmundsson stýrimaður, Júlíana Sveinsdóttir, Júlíus Axelsson, Karólína Lárusdóttir, Katrín Jósepsdóttir, Kata saumakona, Kristinn Ástgeirsson, Kristinn G. Jóhannsson, Kristinn Pétursson, Kristín Jónsdóttir, Kristín Þorvaldsdóttir, Kristján Davíðsson, Kristján H. Magnússon, Louisa Matthíasdóttir, Matthías Sigfússon, Nína Tryggvadóttir, Ólafur Túbals, Ólöf Birna Blöndal, Óskar Jónsson, Páll Guðmundsson frá Húsafelli, Pálmar Örn Guðmundsson, Rafn Eiríksson, Ríkarður Jónsson, Sigfús Halldórsson, Sigríður Melrós Ólafsdóttir, Sigurður Baldvinsson, Sigurður Einarsson, Sigurður Sigurðsson, Sigurlaug Jónasdóttir, Sjøfn Har, Soffía Þorkelsdóttir, Stefán V. Jónsson, Stórval, Steinþór Eiríksson, Svava Sigríður Gestsdóttir, Svavar Guðnason, Sveinn Björnsson, Sveinn Guðbjarnason, Sveinn Þórarinsson, Veturliði Gunnarsson, Vilhjálmur Einarsson, „Silfurmaðurinn“, Þorbjörg Halldórsdóttir, Þorvaldur Þorsteinsson, Þóra Jónsdóttir, Þórarinn B. Þorláksson, Þórdís Tryggvadóttir, Þórður Halldórsson frá Dagverðará, Þrándur Þórarinsson, Þuríður Jakobsdóttir Kvaran og Þuríður Sigurðardóttir, Þura.

Listamaður: Samsýning / Group Exhibition

Sýningarstjóri: Markús Þór Andrésson

Dagsetning:

22.06.2024 – 06.10.2024

Staðsetning:

Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir

Flókagata 24, 105 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningHjólastólaaðgengi

Opnunartímar:

Opið daglega 10:00 – 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur